End of the Road með Boyz II Men Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 11. maí 2020 11:00 Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi. Þannig ættum við að framleiða heima það sem við notum í stað þess að „ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi.“ Fljótt á litið kann hugmyndin að hljóma vel, enda fór pistill henni til varnar eins og eldur um sinu um netheima. Í pistlinum, ljóðrænn eins og hann er, kallaði höfundur eftir því að við „einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi“ og sagði að „við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið“ að eilífu, Amen. Ef við trúum því að milliríkjaverslun skaði stöðu þjóðarbúsins á krepputímum þá verðum við líka að vera samkvæm sjálfum okkur og ekki bara biðla til fólks að versla ekki út fyrir landsteinana heldur bókstaflega meina því það með tollum á innflutning og öðrum höftum. Við getum verndað þennan mikilvæga viðskiptahalla með 50% eða 100% tollum (eða jafnvel meira), og þá „fórnum“ við gjaldeyrisforðanum einungis fyrir það við höfum ekki sérþekkingu eða stærðarhagkvæmni til að framleiða hér heima. „Ónauðsynjar“ eins og þyrlur og skip fyrir landhelgisgæsluna og útgerðirnar, mjaltakerfi fyrir landbúnaðinn, mest allan læknisbúnað og lyf í sjúkrahúsin, og hug- og vélbúnaðinn til þess að halda eyjunni Íslandi Internet-tengdri. Ef viðskipti sem færa fjármuni út fyrir hagkerfi í skiptum fyrir vöru eru slæm á krepputímum hvað mælir þá gegn því að við fylgjum röksemdarfærslunni enn lengra og skiptum upp landinu í minni hagkerfi sem þarf að vernda. Þannig ættu Akureyringar ekki að kaupa gistinætur í Húsavík, ellegar glata þeir dýrmæta gjaldeyrisforða byggðarinnar, sem þeir ættu að liggja á eins og Smeyginn í Hobbitanum. Ef milliríkjaverslun skaðar hagkerfið ættu miðaldir að heita gullaldir, enda voru alþjóðleg viðskipti nánast enginn. Við fluttum lítið sem ekkert inn og framleiddum bara það sem við þurftum, en skilgreining þáverandi Íslendinganna á „það sem við þurfum“ er líklega fjarlæg þeirri sem Íslendingar hafa í huga í dag. Ég hygg ekki gera strámenn úr þeim sem vilja styrka verslun í heimahéraði. Ég vil bara benda á að röksemdarfærslan að stýra „okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis“ til að halda „hagkerfinu okkar gangandi“ leiði óhjákvæmilega til þess sem best nær markmiðinu að halda fjármunum innan hagkerfis, innflutningstollar. Komandi tímar fylla mörg okkar kvíða. Við óttumst lífsviðurværi okkar og tækifærismissi barnanna okkar, en við megum ekki leyfa óttanum að taka yfir. Við lyftum lífsgæðunum okkar á ný með því að hrinda hagkerfinu af stað, og það næst best með því að leyfa fólki að verja peningunum sínum eins og það kýs, laust við tolla eða samviskubit yfir meintum nágrannasvikum. Við örvum hagkerfið og hvetjum til verðmætaskapandi útflutnings með því að halda hringrás alþjóðaviðskipta gangandi. Viljum við ekki frjálsa milliríkjaverslun getum við allt eins spólað til ársins 1992 áður en Ísland innleiddi samning um Evrópska efnahagssvæðið, tekið opnum örmum lífsgæðaniðurskurðinum sem því myndi fylgja og hlustað á vinsælasta lag ársins skv. Billboard-listanum, End of the Road með R&B popphljómsveitinni Boyz II Men. Höfundur er nemandi í hugbúnaðarverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi. Þannig ættum við að framleiða heima það sem við notum í stað þess að „ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi.“ Fljótt á litið kann hugmyndin að hljóma vel, enda fór pistill henni til varnar eins og eldur um sinu um netheima. Í pistlinum, ljóðrænn eins og hann er, kallaði höfundur eftir því að við „einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi“ og sagði að „við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið“ að eilífu, Amen. Ef við trúum því að milliríkjaverslun skaði stöðu þjóðarbúsins á krepputímum þá verðum við líka að vera samkvæm sjálfum okkur og ekki bara biðla til fólks að versla ekki út fyrir landsteinana heldur bókstaflega meina því það með tollum á innflutning og öðrum höftum. Við getum verndað þennan mikilvæga viðskiptahalla með 50% eða 100% tollum (eða jafnvel meira), og þá „fórnum“ við gjaldeyrisforðanum einungis fyrir það við höfum ekki sérþekkingu eða stærðarhagkvæmni til að framleiða hér heima. „Ónauðsynjar“ eins og þyrlur og skip fyrir landhelgisgæsluna og útgerðirnar, mjaltakerfi fyrir landbúnaðinn, mest allan læknisbúnað og lyf í sjúkrahúsin, og hug- og vélbúnaðinn til þess að halda eyjunni Íslandi Internet-tengdri. Ef viðskipti sem færa fjármuni út fyrir hagkerfi í skiptum fyrir vöru eru slæm á krepputímum hvað mælir þá gegn því að við fylgjum röksemdarfærslunni enn lengra og skiptum upp landinu í minni hagkerfi sem þarf að vernda. Þannig ættu Akureyringar ekki að kaupa gistinætur í Húsavík, ellegar glata þeir dýrmæta gjaldeyrisforða byggðarinnar, sem þeir ættu að liggja á eins og Smeyginn í Hobbitanum. Ef milliríkjaverslun skaðar hagkerfið ættu miðaldir að heita gullaldir, enda voru alþjóðleg viðskipti nánast enginn. Við fluttum lítið sem ekkert inn og framleiddum bara það sem við þurftum, en skilgreining þáverandi Íslendinganna á „það sem við þurfum“ er líklega fjarlæg þeirri sem Íslendingar hafa í huga í dag. Ég hygg ekki gera strámenn úr þeim sem vilja styrka verslun í heimahéraði. Ég vil bara benda á að röksemdarfærslan að stýra „okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis“ til að halda „hagkerfinu okkar gangandi“ leiði óhjákvæmilega til þess sem best nær markmiðinu að halda fjármunum innan hagkerfis, innflutningstollar. Komandi tímar fylla mörg okkar kvíða. Við óttumst lífsviðurværi okkar og tækifærismissi barnanna okkar, en við megum ekki leyfa óttanum að taka yfir. Við lyftum lífsgæðunum okkar á ný með því að hrinda hagkerfinu af stað, og það næst best með því að leyfa fólki að verja peningunum sínum eins og það kýs, laust við tolla eða samviskubit yfir meintum nágrannasvikum. Við örvum hagkerfið og hvetjum til verðmætaskapandi útflutnings með því að halda hringrás alþjóðaviðskipta gangandi. Viljum við ekki frjálsa milliríkjaverslun getum við allt eins spólað til ársins 1992 áður en Ísland innleiddi samning um Evrópska efnahagssvæðið, tekið opnum örmum lífsgæðaniðurskurðinum sem því myndi fylgja og hlustað á vinsælasta lag ársins skv. Billboard-listanum, End of the Road með R&B popphljómsveitinni Boyz II Men. Höfundur er nemandi í hugbúnaðarverkfræði.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun