End of the Road með Boyz II Men Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 11. maí 2020 11:00 Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi. Þannig ættum við að framleiða heima það sem við notum í stað þess að „ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi.“ Fljótt á litið kann hugmyndin að hljóma vel, enda fór pistill henni til varnar eins og eldur um sinu um netheima. Í pistlinum, ljóðrænn eins og hann er, kallaði höfundur eftir því að við „einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi“ og sagði að „við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið“ að eilífu, Amen. Ef við trúum því að milliríkjaverslun skaði stöðu þjóðarbúsins á krepputímum þá verðum við líka að vera samkvæm sjálfum okkur og ekki bara biðla til fólks að versla ekki út fyrir landsteinana heldur bókstaflega meina því það með tollum á innflutning og öðrum höftum. Við getum verndað þennan mikilvæga viðskiptahalla með 50% eða 100% tollum (eða jafnvel meira), og þá „fórnum“ við gjaldeyrisforðanum einungis fyrir það við höfum ekki sérþekkingu eða stærðarhagkvæmni til að framleiða hér heima. „Ónauðsynjar“ eins og þyrlur og skip fyrir landhelgisgæsluna og útgerðirnar, mjaltakerfi fyrir landbúnaðinn, mest allan læknisbúnað og lyf í sjúkrahúsin, og hug- og vélbúnaðinn til þess að halda eyjunni Íslandi Internet-tengdri. Ef viðskipti sem færa fjármuni út fyrir hagkerfi í skiptum fyrir vöru eru slæm á krepputímum hvað mælir þá gegn því að við fylgjum röksemdarfærslunni enn lengra og skiptum upp landinu í minni hagkerfi sem þarf að vernda. Þannig ættu Akureyringar ekki að kaupa gistinætur í Húsavík, ellegar glata þeir dýrmæta gjaldeyrisforða byggðarinnar, sem þeir ættu að liggja á eins og Smeyginn í Hobbitanum. Ef milliríkjaverslun skaðar hagkerfið ættu miðaldir að heita gullaldir, enda voru alþjóðleg viðskipti nánast enginn. Við fluttum lítið sem ekkert inn og framleiddum bara það sem við þurftum, en skilgreining þáverandi Íslendinganna á „það sem við þurfum“ er líklega fjarlæg þeirri sem Íslendingar hafa í huga í dag. Ég hygg ekki gera strámenn úr þeim sem vilja styrka verslun í heimahéraði. Ég vil bara benda á að röksemdarfærslan að stýra „okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis“ til að halda „hagkerfinu okkar gangandi“ leiði óhjákvæmilega til þess sem best nær markmiðinu að halda fjármunum innan hagkerfis, innflutningstollar. Komandi tímar fylla mörg okkar kvíða. Við óttumst lífsviðurværi okkar og tækifærismissi barnanna okkar, en við megum ekki leyfa óttanum að taka yfir. Við lyftum lífsgæðunum okkar á ný með því að hrinda hagkerfinu af stað, og það næst best með því að leyfa fólki að verja peningunum sínum eins og það kýs, laust við tolla eða samviskubit yfir meintum nágrannasvikum. Við örvum hagkerfið og hvetjum til verðmætaskapandi útflutnings með því að halda hringrás alþjóðaviðskipta gangandi. Viljum við ekki frjálsa milliríkjaverslun getum við allt eins spólað til ársins 1992 áður en Ísland innleiddi samning um Evrópska efnahagssvæðið, tekið opnum örmum lífsgæðaniðurskurðinum sem því myndi fylgja og hlustað á vinsælasta lag ársins skv. Billboard-listanum, End of the Road með R&B popphljómsveitinni Boyz II Men. Höfundur er nemandi í hugbúnaðarverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi. Þannig ættum við að framleiða heima það sem við notum í stað þess að „ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi.“ Fljótt á litið kann hugmyndin að hljóma vel, enda fór pistill henni til varnar eins og eldur um sinu um netheima. Í pistlinum, ljóðrænn eins og hann er, kallaði höfundur eftir því að við „einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi“ og sagði að „við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið“ að eilífu, Amen. Ef við trúum því að milliríkjaverslun skaði stöðu þjóðarbúsins á krepputímum þá verðum við líka að vera samkvæm sjálfum okkur og ekki bara biðla til fólks að versla ekki út fyrir landsteinana heldur bókstaflega meina því það með tollum á innflutning og öðrum höftum. Við getum verndað þennan mikilvæga viðskiptahalla með 50% eða 100% tollum (eða jafnvel meira), og þá „fórnum“ við gjaldeyrisforðanum einungis fyrir það við höfum ekki sérþekkingu eða stærðarhagkvæmni til að framleiða hér heima. „Ónauðsynjar“ eins og þyrlur og skip fyrir landhelgisgæsluna og útgerðirnar, mjaltakerfi fyrir landbúnaðinn, mest allan læknisbúnað og lyf í sjúkrahúsin, og hug- og vélbúnaðinn til þess að halda eyjunni Íslandi Internet-tengdri. Ef viðskipti sem færa fjármuni út fyrir hagkerfi í skiptum fyrir vöru eru slæm á krepputímum hvað mælir þá gegn því að við fylgjum röksemdarfærslunni enn lengra og skiptum upp landinu í minni hagkerfi sem þarf að vernda. Þannig ættu Akureyringar ekki að kaupa gistinætur í Húsavík, ellegar glata þeir dýrmæta gjaldeyrisforða byggðarinnar, sem þeir ættu að liggja á eins og Smeyginn í Hobbitanum. Ef milliríkjaverslun skaðar hagkerfið ættu miðaldir að heita gullaldir, enda voru alþjóðleg viðskipti nánast enginn. Við fluttum lítið sem ekkert inn og framleiddum bara það sem við þurftum, en skilgreining þáverandi Íslendinganna á „það sem við þurfum“ er líklega fjarlæg þeirri sem Íslendingar hafa í huga í dag. Ég hygg ekki gera strámenn úr þeim sem vilja styrka verslun í heimahéraði. Ég vil bara benda á að röksemdarfærslan að stýra „okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis“ til að halda „hagkerfinu okkar gangandi“ leiði óhjákvæmilega til þess sem best nær markmiðinu að halda fjármunum innan hagkerfis, innflutningstollar. Komandi tímar fylla mörg okkar kvíða. Við óttumst lífsviðurværi okkar og tækifærismissi barnanna okkar, en við megum ekki leyfa óttanum að taka yfir. Við lyftum lífsgæðunum okkar á ný með því að hrinda hagkerfinu af stað, og það næst best með því að leyfa fólki að verja peningunum sínum eins og það kýs, laust við tolla eða samviskubit yfir meintum nágrannasvikum. Við örvum hagkerfið og hvetjum til verðmætaskapandi útflutnings með því að halda hringrás alþjóðaviðskipta gangandi. Viljum við ekki frjálsa milliríkjaverslun getum við allt eins spólað til ársins 1992 áður en Ísland innleiddi samning um Evrópska efnahagssvæðið, tekið opnum örmum lífsgæðaniðurskurðinum sem því myndi fylgja og hlustað á vinsælasta lag ársins skv. Billboard-listanum, End of the Road með R&B popphljómsveitinni Boyz II Men. Höfundur er nemandi í hugbúnaðarverkfræði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun