Innlent

Þorgerður ætlar ekki í formannsslag

Sterkur orðrómur er á kreiki um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins fái mótframboð á landsfundi flokksins eftir áramót. Hún ætlar ekki í formannsslag við Geir H. Haarde og segir að þeir sem renni hýru augu til formannsstólsins ofmeti eigið ágæti.

Málsmetandi menn í Sjálfstæðisflokknum hafa sagt við fréttastofu að það sé rætt innan flokksins að Guðlaugur Þór Þórðarson hyggist bjóða sig fram til varaformanns flokksins en enginn sem stendur honum nærri hefur viljað staðfesta það við fréttastofu. Þá eru miklar vangaveltur um framtíð Bjarna Benediktssonar innan flokksins sem nýverið sagði sig úr stjórnum tveggja fyrirtækja, N1 og BNT. Talið er að hann sé einnig að íhuga varaformannsframboð og stefni jafnvel á sjálfan formannsstólinn. Athygli vekur að Bjarni skrifar ítarlega grein í Fréttablaðinu í dag í félagi við Illuga Gunnarsson þar sem hann tekur einarða afstöðu í Evrópusambandsmálum.

Hvorki náðist í Guðlaug Þór né Bjarna Benediktsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×