Innlent

Aldrei minni stuðningur við nýja ríkisstjórn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.
Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Vísir/Anton
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 35 prósent í nýrri könnun MMR, sem er mun lægri stuðningur en aðrar ríkisstjórnir hafa mælst með við upphaf stjórnarsetu og í eina skiptið sem ný ríkisstjórn hefur ekki mælst með stuðning meirihluta kjósenda.

Við upphaf stjórnarsetu Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 mældist stuðningur við ríkisstjórn 56 prósent og við upphaf stjórnarsetu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar árið 2013 mældist stuðningur 60 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist þó stærstur flokka með 24,6 prósent fylgi, en það er 1,5 prósentustigum minna en í síðustu könnun MMR sem lauk 10. Janúar.

Vinstri græn mælast næst stærst með 22 prósent fylgi, en það er 2,3 prósentustigum minna en í síðustu könnun.

Píratar mælast með 13,6 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 12,5 prósent, Samfylkingin með 7 prósent, Björt framtíð með 7 prósent og Viðreisn með 6,8 prósent fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×