Íslenski boltinn

Abel snýr aftur til Eyja

Abel Dhaira.
Abel Dhaira.
Einn skemmtilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar hin síðari ár, markvörðurinn Abel Dhaira, er á leið í íslenska boltann á ný en hann er búinn að semja við ÍBV.

Hinn 26 ára gamli Dhaira skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn. Hann spilaði með liðinu árin 2011 og 2012 en gekk svo til liðs við félag í Tansaníu. Hann ætlar sér þó að eyða næstu árum í Eyjum.

Fyrir hjá ÍBV er markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson sem leysti David James af með sóma í sjö leikjum síðasta sumar.

Abel er væntanlegur til landsins fljótlega eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×