Innlent

Starfsmenn RÚV fengu slökunardisk í jólagjöf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Starfsmenn RÚV geta hlustað á Friðrik Karlsson um jólin.
Starfsmenn RÚV geta hlustað á Friðrik Karlsson um jólin. mynd/samsett.
Starfsfólk RÚV fékk slökunardisk  í jólagjöf frá stofnuninni en mikið hefur gengið á innan veggja RÚV undanfarnar vikur. Frá þessu er greint á vefnum DV.is.

Ríkisútvarpið þurfti að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu í lok nóvember. Þrjátíu og níu uppsagnir koma strax til framkvæmda.

Mikil ólga hefur verið innan RÚV síðustu vikur og til að mynda hætti Páll Magnússon, sem útvarpsstjóri, í vikunni.

Allir starfsmenn fengu gjafakörfu sem innihélt meðal annars kerti, servíettur, súkkulaði, aðventute, kaffi, og slökunargeisladisk.

Umræddur diskur er frá gítarleikaranum Friðriki Karlssyni sem sérhæfir sig í slökunartónlist. Það er því spurning hvort verið sé að róa taugar starfsfólks RÚV með gjöfinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×