Íslenski boltinn

Jólagjöf til Blika - Árni Vilhjálmsson framlengdi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Vilhjálmsson og Borghildur Sigurðardóttir, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Árni Vilhjálmsson og Borghildur Sigurðardóttir, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Mynd/Knattspyrnudeild Breiðabliks
Árni Vilhjálmsson verður áfram með Breiðabliki í Pepsi-deild karla í fótbolta en Blikar sendu frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að þessi stórefnilegi framherji sé búinn að framlengja samning sinn til ársins 2016.

Árni verður tvítugur á næsta ári en hann sprakk út í Pepsi-deildinni í sumar þar sem hann skoraði 9 mörk í deildinni og 2 mörk í bikarnum. Hann hefur alls skorað 26 mörk ú 73 meistaraflokksleikjum fyrir Kópavogsfélagið.

Frammistaða Árna hefur vakið athygli erlendra liða og fór hann meðal annars á reynslu til pólska félagsins Legia Varsjá fyrr í haust.

„Undirskrift Árna er frábær jólagjöf fyrir alla Blika og félagið gerir miklar væntingar til hans í framtíðinni," segir í fréttatilkynningunni frá Knattspyrnudeild Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×