Enski boltinn

Hangeland: Ætlum ekki að vera túristar á Old Trafford

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brede Hangeland.
Brede Hangeland.
Norðmaðurinn stóri í vörn Fulham, Brede Hangeland, bíður afar spenntur eftir leiknum gegn Man. Utd um helgina enda segir hann það vera leik ársins hjá sér.

Fulham státar af ágætis árangri gegn Man. Utd á Craven Cottage en liðinu hefur ekki gengið eins vel á Old Trafford.

"Leikirnir gegn Man. Utd eru klárlega leikir ársins. Man. Utd er liðið sem öll lið vilja vinna. Við ætlum ekki vera neinir túristar á Old Trafford heldur mætum við með metnað til þess að vinna," sagði Hangeland en Fulham hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum.

"Okkur hefur ekki gengið nógu vel á Old Trafford og það er því kominn tími á að ná árangri þar. Við erum að spila vel í augnablikinu og ég sé því enga ástæðu til annars en að mæta bjartsýnir til leiks."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×