Lífið

Stallone á sterum fyrir Rambo og stoltur af því

Silvester Stallone tók inn vaxtahormón (HGH) til þess að gera sig kláran fyrir nýju Rambó myndina sem væntanleg er í kvikmyndahús. Þetta kemur fram í viðtali við kappann í Time tímaritinu. Hann ver þá ákvörðun sína að nota sér lyfið, sem er ólöglegt í flestum íþróttagreinum en mjög erfitt er að greina það í líkamanum.

Hann þvertekur einnig fyrir að um sé að ræða stera. „Þeir sem kalla þetta stera hafa ekki kynnt sér málið," segir stjarnan sem komin er á sjötugsaldurinn þó það sjáist ekki greinilega á líkamanum.

„Testósterón er mjög mikilvægt efni fyrir karlmenn þegar þeir eldast," segir Stallone. „Allir sem eru eldri en fjörutíu ára ættu að kynna sér málið vegna þess að lífsgæðin batna stórkostlega ef maður fær sér HGH. Trúið mér, HGH verður fáanlegt í apótekum eftir tíu ár," sagði Silvester að lokum í viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.