Angelina Jolie á von á tvíburum eftir því sem breska blaðið the Sun greinir frá. Það fjölgar því í krakkaskaranum á heimili þeirra Jolie og Brad Pitt en fyrir eiga þau fjögur börn, þar af eru þrjú ættleidd.
Sagan um óléttu stjörnunnar fór að kvisast út síðan hún mætti á Critics´Choice Awards með Brad og þambaði sódavatn allt kvöldið á meðan eiginmaðurinn sullaði í bjórnum. Sun segir að Angelina hafi stefnt að þessu í nokkurn tíma en að læknar hafi ráðlagt henni að bæta á sig nokkrum kílóum til þess að auka líkurnar.
Pitt-Jolie krakkarnir heita æði skrautlegum nöfnum, Maddox, Pax, Zahara og Shiloh og nú er spurningin hvað þeim hjónakornum dettur næst í hug.