Erlent

Vantraust lagt fram gegn Berlusconi

Vantrauststillaga gegn Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu verður lögð fram á ítalska þinginu í dag.

Í frétt um málið á BBC segir að talið sé að Berlusconi muni lifa þessa tillögu af en að mjótt verði á mununum. Ástæðan fyrir tillögunni er að lánshæfiseinkunn Ítalíu var lækkuð nýlega og stjórn Berlusconi tókst ekki að koma í gegn nauðsynlegum breytingum á fjárlögum á þinginu.

Þá er einnig nefnt til sögunnar að Berlusconi er að lenda í málaferlum vegna kynlífshneyklis, mútugreiðsla og misbeitingu á valdi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×