Innlent

Rekstur hitaveitunnar aftur kominn í jafnvægi

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
Rekstur hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu er nú aftur kominn í jafnvægi eftir að víðtæk truflun í raforkukerfinu á Suður- og Vesturlandi sló út dælum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var frá Orkuveitu Reykjavíkur nú fyrir stuttu.

Þrýstingur féll í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins um tíma sem og í Hveragerði en á nú allsstaðar að vera kominn í eðlilegt horf.

Þá er starfsemi að komast aftur í rétt horf í jarðvarmavirkjunum Orkuveitunnar á Hellisheiði og á Nesjavöllum, en þar urðu einnig rekstrartruflanir við spennusveiflurnar sem urðu fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×