Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri 14. október 2011 20:00 Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. Edda kynnti í dag frumniðurstöður rannsóknar á langtíma heilsufarslegum afleiðingum snjóflóðanna sem féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 á þolendur þeirra, en hún segist sjá vísbendingar þess að eftirköstin geti verið langvinn. Sem dæmi um eftirköst nefnir Edda endurupplifun áfallsins, flótta frá hugsunum og atburðum sem tengist áfallinu, og ofurárvekni. Þá voru þolendurnir einnig líklegri en aðrir til að meta heilsu sína slæma og þjást af ýmsum heilsufarslegum kvillum. Hlutfall þessara einstaklinga þykir fremur hátt miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir, en Edda segir einmitt skort vera á þeim. „Flestar rannsóknir eru að kanna tíðni einkenna áfallastreitu einu til tveimur árum eftir áfallið, en við vitum lítið um langtíma framvindu áfallastreitu." Markmið Eddu með rannsókninni er að bæta eftirfylgni við þolendur náttúruhamfara og aðra sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum. „Við náttúrulega búum á Íslandi og það má búast við því að náttúruhamfarir verði hér aftur." Doktorsritgerðin verður fullunnin í vor og þá verða niðurstöður hennar kynntar bæði í Reykjavík og fyrir Vestan. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. Edda kynnti í dag frumniðurstöður rannsóknar á langtíma heilsufarslegum afleiðingum snjóflóðanna sem féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 á þolendur þeirra, en hún segist sjá vísbendingar þess að eftirköstin geti verið langvinn. Sem dæmi um eftirköst nefnir Edda endurupplifun áfallsins, flótta frá hugsunum og atburðum sem tengist áfallinu, og ofurárvekni. Þá voru þolendurnir einnig líklegri en aðrir til að meta heilsu sína slæma og þjást af ýmsum heilsufarslegum kvillum. Hlutfall þessara einstaklinga þykir fremur hátt miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir, en Edda segir einmitt skort vera á þeim. „Flestar rannsóknir eru að kanna tíðni einkenna áfallastreitu einu til tveimur árum eftir áfallið, en við vitum lítið um langtíma framvindu áfallastreitu." Markmið Eddu með rannsókninni er að bæta eftirfylgni við þolendur náttúruhamfara og aðra sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum. „Við náttúrulega búum á Íslandi og það má búast við því að náttúruhamfarir verði hér aftur." Doktorsritgerðin verður fullunnin í vor og þá verða niðurstöður hennar kynntar bæði í Reykjavík og fyrir Vestan.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira