Innlent

Aðeins einn umsækjandi

Séra Bolli Pétur Bollason er eini umsækjandinn um embætti prests í Seljakirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sem auglýst var laust frá 1. september næstkomandi. Umsóknarfrestur rann út 11. ágúst síðastliðinn. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar prestakallsins. Í valnefnd sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups í Skálholti. Sóknarprestur í Seljakirkju er séra Valgeir Ástráðsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×