Fótbolti

„Sturm Graz varð sér og austurrískum fótbolta til skammar“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
„Sturm gerði sig að fífli,“ voru algeng viðbrögð austurrísku dagblaðanna við tapinu gegn Breiðabliki í forkeppni Evrópudeildar UEFA í gær.

Blaðamaður Kurier hneykslast á tapinu í gær en segir þó að stuðningsmenn Sturm hafi klappað eftir leikinn í gær. „Það var þó ekki fyrir þeirra liði,“ sagði í umfjöllun Kurier.

Hann segir að svona lagað geti gerst en að það sé erfitt að sætta sig við að Sturm Graz hafi fallið úr leik fyrir íslensku liðið.

„Breiðablik? Lið frá Íslandi sem er með jafn marga hálfatvinnumenn í liðinu og atvinnumenn. Breiðablik varð bara í öðru sæti í íslensku Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Sturm Graz varð sér og austurrískum fótbolta til skammar.“

„Fyrir nákvæmlega einu ári og einum degi síðan féll Red Bull Salzburg úr leik fyrir Düdelingen frá Lúxemborg. En þeir voru að minnsta kosti meistarar í heimalandinu.“

„Þvílík niðurlæging. Breiðablik knésetti Sturm,“ segir í svo umfjöllun Krone Zeitung.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×