Fótbolti

Talar þýsku eftir einn hveitibjór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Pjetur
Ólafur Kristjánsson sló á létta strengi við austurríska blaðamenn eftir frækinn sigur hans manna í Breiðabliki gegn Sturm Graz í gær.

Breiðablik komst þar með áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum náðu Blikar að vinna 1-0 sigur á útivelli í gær.

„Þetta var stærsti sigur í sögu félagsins,“ sagði Ólafur á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Ég skal svo tala þýsku við ykkur eftir að ég er búinn að fá einn góðan hveitibjór.“

Darko Milanic, þjálfari Sturm, var ekki eins hress eftir leikinn en austurrísku dagblöðin voru óvægin í umfjöllun sinni um leikinn. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað við værum að fara út í og vorum ekki frískir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×