Íslenski boltinn

Björn Bergmann í læknismeðferð í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður ÍA.
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður ÍA.

Björn Bergmann er nýkominn frá Hollandi þar sem hann var í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þrálátra meiðsla í nára.

Eftir því sem kemur fram á heimasíðu ÍA þarf hann að fara aftur til Hollands 2. mars næstkomandi og ætti eftir það að geta byrjað að æfa á nýjan leik.

Einnig kemur fram á heimasíðu Skagamanna að leikmenn liðsins hafi komið vel út úr þol- og kraftprófi og að þeir hefðu allir bætt sig frá samskonar prófi sem var tekið í haust.

Króatarnir Dario Cingel og Vjekoslav Svadumovic eru aftur væntanlegir til Akraness í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×