„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2014 09:24 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt og í kommentakerfinu,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, vaktstjóri í Sorphirðu Reykjavík. Sorphirðumenn í Reykjavík eru æfir vegna fréttar sem birtist á Vísi í gær um að sorphirðumenn hefðu gert tilraun til þess að brjótast inn til Heiðars Helgusonar knattspyrnukappa og fjölskyldu hans. Átta sorphirðubílum var lagt á Miklubraut, við húsnæði 365, og þeyttu sorphirðumenn bílflautur í mótmælaskyni.Guðrún Guðmundsdóttir vaktstjóri.„Fólk segir í kommentakerfinu að við séum ótíndir glæpamenn. Einhverjir spyrja hvort þetta séu Íslendingar og eru þar með að skjóta á útlendinga. Stéttin er einfaldlega tekin af lífi og skotin ofan í svaðið og drulluskítinn,“ segir Guðrún reiðilega. Hún segir engan fót vera fyrir fréttinni. „Fréttamennskan er til háborinnar skammar. Lögreglan er hvött til að skoða fyrri innbrot með tilliti til þessa máls. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Guðrún. „Hér var sett svokölluð fimmtán metra regla og fólk varð alveg brjálað. Hvað ef við myndum biðja fólk um að koma með ruslatunnunnurnar alveg út að lóðamörkum? Hvað yrði sagt við því?“ Í fréttinni sem vakti jafn mikla óánægju var sagt frá því að sorphirðumenn hefðu ítrekað reynt að brjóta sér leið inn á heimili knattspyrnukappans Heiðars Helgusonar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum. Þessi meinta tilraun til innbrots var gerð um á milli klukkan eitt og tvö í gær. Mennirnir voru að störfum við sorphirðu fyrir Reykjavíkurborg. Stóðu tveir á gangstéttinni við heimili Heiðars á meðan sá þriðji var við húsið. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum samkvæmt heimildum Vísis. Sat hún í bifreið sinni og gerði lögreglu viðvart sem brást skjótt við. Þá voru mennirnir á bak og burt. Tilburðir mannanna náðust hins vegar á myndband í öryggiskerfi hússins sem lögregla skoðaði síðdegis. Sorphirðumenn hættu mótmælum um hálftíu í morgun. Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt og í kommentakerfinu,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, vaktstjóri í Sorphirðu Reykjavík. Sorphirðumenn í Reykjavík eru æfir vegna fréttar sem birtist á Vísi í gær um að sorphirðumenn hefðu gert tilraun til þess að brjótast inn til Heiðars Helgusonar knattspyrnukappa og fjölskyldu hans. Átta sorphirðubílum var lagt á Miklubraut, við húsnæði 365, og þeyttu sorphirðumenn bílflautur í mótmælaskyni.Guðrún Guðmundsdóttir vaktstjóri.„Fólk segir í kommentakerfinu að við séum ótíndir glæpamenn. Einhverjir spyrja hvort þetta séu Íslendingar og eru þar með að skjóta á útlendinga. Stéttin er einfaldlega tekin af lífi og skotin ofan í svaðið og drulluskítinn,“ segir Guðrún reiðilega. Hún segir engan fót vera fyrir fréttinni. „Fréttamennskan er til háborinnar skammar. Lögreglan er hvött til að skoða fyrri innbrot með tilliti til þessa máls. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Guðrún. „Hér var sett svokölluð fimmtán metra regla og fólk varð alveg brjálað. Hvað ef við myndum biðja fólk um að koma með ruslatunnunnurnar alveg út að lóðamörkum? Hvað yrði sagt við því?“ Í fréttinni sem vakti jafn mikla óánægju var sagt frá því að sorphirðumenn hefðu ítrekað reynt að brjóta sér leið inn á heimili knattspyrnukappans Heiðars Helgusonar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum. Þessi meinta tilraun til innbrots var gerð um á milli klukkan eitt og tvö í gær. Mennirnir voru að störfum við sorphirðu fyrir Reykjavíkurborg. Stóðu tveir á gangstéttinni við heimili Heiðars á meðan sá þriðji var við húsið. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum samkvæmt heimildum Vísis. Sat hún í bifreið sinni og gerði lögreglu viðvart sem brást skjótt við. Þá voru mennirnir á bak og burt. Tilburðir mannanna náðust hins vegar á myndband í öryggiskerfi hússins sem lögregla skoðaði síðdegis. Sorphirðumenn hættu mótmælum um hálftíu í morgun.
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24