Ásakanir ganga á víxl í leigubílstjórastríði í Hafnarfirði 3. maí 2007 09:45 Ingólfur Möller Jónsson veifar starfsleyfinu hinn ánægðasti. Segir Einar stöðugt reyna að bregða fyrir þá fæti. MYND/Pjetur Ný leigubílastöð hefur tekið til starfa í Hafnarfirði. Forstjóri BSH, þar sem bílstjórarnir störfuðu áður, ætlar að kæra starfsemina. „Þetta þarf að vera löglegt," segir Einar Ágústsson, forstjóri BSH, sem nú hyggst kæra nýja leigubílastöð sem tekið hefur til starfa í Hafnarfirði - Aðalstöðin BSH. Nýja leigubílastöðin hefur tekið til starfa en að sögn Einars er það kristaltært að hún hefur ekki rekstrarleyfi. Því sé óhjákvæmilegt að líta svo á að með akstri séu þeir að fremja lögbrot. Fréttablaðið greindi í vikunni frá yfirstandandi leigubílastríði í Hafnarfirði en meirihluti leigubílstjóra er hættur hjá BSH og hefur gengið til liðs við hina nýju stöð. „Við munum kæra málið til Vegagerðar og lögreglu. Við viljum að farið sé að lögum og ótvírætt er að ekki er leyfilegt að aka án tilskilinna leyfa." Einar gerir jafnframt athugasemdir við að nýja stöðin noti merki BSH. Ingólfur Möller Jónsson er formaður Fylkis, félags leigubílstjóra sem starfa hjá Aðalstöðinni BSH. Hann segir ljóst að Einar sé að bregða fyrir þá fæti. „Hann hefur verið að því alla tíð og skilur svo ekkert af hverju öll dýrin í skóginum séu ekki vinir."Ingólfur segir það hins vegar litlu breyta því nú séu þeir á Aðalstöðinni BSH búnir að fá leyfið en þar eru 35 til 40 bílar starfandi. Ingólfur segir jafnframt að fyrir hafi legið munnlegt samþykki frá Vegagerðinni þar sem allir pappírar voru klárir. „En þegar við vorum búnir að skila öllum pappírum inn mætti Einar með lögfræðing kolbrjálaður í fyrirtækjaskráningu og vildi stoppa okkur með að nota nafnið BSH. Og fyrirtækjaskrá hafði samband við mig á mánudag og sögðu nafnið ekki ganga. En ég var búinn að fá samþykki fyrir því áður," segir Ingólfur og biður fyrir kveðju til Einars - „ég hlakka til samkeppninnar." Einar Ágústsson ætlar að kæra hina nýju samkeppnisaðila sína vegna þess að tilskilin leyfi eru ekki til staðar. Ingólfur segir það hins vegar litlu breyta því nú séu þeir á Aðalstöðinni BSH búnir að fá leyfið en þar eru 35 til 40 bílar starfandi. Ingólfur segir jafnframt að fyrir hafi legið munnlegt samþykki frá Vegagerðinni þar sem allir pappírar voru klárir. „En þegar við vorum búnir að skila öllum pappírum inn mætti Einar með lögfræðing kolbrjálaður í fyrirtækjaskráningu og vildi stoppa okkur með að nota nafnið BSH. Og fyrirtækjaskrá hafði samband við mig á mánudag og sögðu nafnið ekki ganga. En ég var búinn að fá samþykki fyrir því áður," segir Ingólfur og biður fyrir kveðju til Einars - „ég hlakka til samkeppninnar." Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Ný leigubílastöð hefur tekið til starfa í Hafnarfirði. Forstjóri BSH, þar sem bílstjórarnir störfuðu áður, ætlar að kæra starfsemina. „Þetta þarf að vera löglegt," segir Einar Ágústsson, forstjóri BSH, sem nú hyggst kæra nýja leigubílastöð sem tekið hefur til starfa í Hafnarfirði - Aðalstöðin BSH. Nýja leigubílastöðin hefur tekið til starfa en að sögn Einars er það kristaltært að hún hefur ekki rekstrarleyfi. Því sé óhjákvæmilegt að líta svo á að með akstri séu þeir að fremja lögbrot. Fréttablaðið greindi í vikunni frá yfirstandandi leigubílastríði í Hafnarfirði en meirihluti leigubílstjóra er hættur hjá BSH og hefur gengið til liðs við hina nýju stöð. „Við munum kæra málið til Vegagerðar og lögreglu. Við viljum að farið sé að lögum og ótvírætt er að ekki er leyfilegt að aka án tilskilinna leyfa." Einar gerir jafnframt athugasemdir við að nýja stöðin noti merki BSH. Ingólfur Möller Jónsson er formaður Fylkis, félags leigubílstjóra sem starfa hjá Aðalstöðinni BSH. Hann segir ljóst að Einar sé að bregða fyrir þá fæti. „Hann hefur verið að því alla tíð og skilur svo ekkert af hverju öll dýrin í skóginum séu ekki vinir."Ingólfur segir það hins vegar litlu breyta því nú séu þeir á Aðalstöðinni BSH búnir að fá leyfið en þar eru 35 til 40 bílar starfandi. Ingólfur segir jafnframt að fyrir hafi legið munnlegt samþykki frá Vegagerðinni þar sem allir pappírar voru klárir. „En þegar við vorum búnir að skila öllum pappírum inn mætti Einar með lögfræðing kolbrjálaður í fyrirtækjaskráningu og vildi stoppa okkur með að nota nafnið BSH. Og fyrirtækjaskrá hafði samband við mig á mánudag og sögðu nafnið ekki ganga. En ég var búinn að fá samþykki fyrir því áður," segir Ingólfur og biður fyrir kveðju til Einars - „ég hlakka til samkeppninnar." Einar Ágústsson ætlar að kæra hina nýju samkeppnisaðila sína vegna þess að tilskilin leyfi eru ekki til staðar. Ingólfur segir það hins vegar litlu breyta því nú séu þeir á Aðalstöðinni BSH búnir að fá leyfið en þar eru 35 til 40 bílar starfandi. Ingólfur segir jafnframt að fyrir hafi legið munnlegt samþykki frá Vegagerðinni þar sem allir pappírar voru klárir. „En þegar við vorum búnir að skila öllum pappírum inn mætti Einar með lögfræðing kolbrjálaður í fyrirtækjaskráningu og vildi stoppa okkur með að nota nafnið BSH. Og fyrirtækjaskrá hafði samband við mig á mánudag og sögðu nafnið ekki ganga. En ég var búinn að fá samþykki fyrir því áður," segir Ingólfur og biður fyrir kveðju til Einars - „ég hlakka til samkeppninnar."
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira