Lífið

Ásakanir ganga á víxl í leigubílstjórastríði í Hafnarfirði

Ingólfur Möller Jónsson veifar starfsleyfinu hinn ánægðasti. Segir Einar stöðugt reyna að bregða fyrir þá fæti.
Ingólfur Möller Jónsson veifar starfsleyfinu hinn ánægðasti. Segir Einar stöðugt reyna að bregða fyrir þá fæti. MYND/Pjetur

Ný leigubílastöð hefur tekið til starfa í Hafnarfirði. Forstjóri BSH, þar sem bílstjórarnir störfuðu áður, ætlar að kæra starfsemina.

„Þetta þarf að vera löglegt," segir Einar Ágústsson, forstjóri BSH, sem nú hyggst kæra nýja leigubílastöð sem tekið hefur til starfa í Hafnarfirði - Aðalstöðin BSH.

Nýja leigubílastöðin hefur tekið til starfa en að sögn Einars er það kristaltært að hún hefur ekki rekstrarleyfi. Því sé óhjákvæmilegt að líta svo á að með akstri séu þeir að fremja lögbrot. Fréttablaðið greindi í vikunni frá yfirstandandi leigubílastríði í Hafnarfirði en meirihluti leigubílstjóra er hættur hjá BSH og hefur gengið til liðs við hina nýju stöð.

„Við munum kæra málið til Vegagerðar og lögreglu. Við viljum að farið sé að lögum og ótvírætt er að ekki er leyfilegt að aka án tilskilinna leyfa."

Einar gerir jafnframt athugasemdir við að nýja stöðin noti merki BSH.

Ingólfur Möller Jónsson er formaður Fylkis, félags leigubílstjóra sem starfa hjá Aðalstöðinni BSH. Hann segir ljóst að Einar sé að bregða fyrir þá fæti. „Hann hefur verið að því alla tíð og skilur svo ekkert af hverju öll dýrin í skóginum séu ekki vinir."Ingólfur segir það hins vegar litlu breyta því nú séu þeir á Aðalstöðinni BSH búnir að fá leyfið en þar eru 35 til 40 bílar starfandi. Ingólfur segir jafnframt að fyrir hafi legið munnlegt samþykki frá Vegagerðinni þar sem allir pappírar voru klárir.

„En þegar við vorum búnir að skila öllum pappírum inn mætti Einar með lögfræðing kolbrjálaður í fyrirtækjaskráningu og vildi stoppa okkur með að nota nafnið BSH. Og fyrirtækjaskrá hafði samband við mig á mánudag og sögðu nafnið ekki ganga. En ég var búinn að fá samþykki fyrir því áður," segir Ingólfur og biður fyrir kveðju til Einars - „ég hlakka til samkeppninnar."

Einar Ágústsson ætlar að kæra hina nýju samkeppnisaðila sína vegna þess að tilskilin leyfi eru ekki til staðar.

Ingólfur segir það hins vegar litlu breyta því nú séu þeir á Aðalstöðinni BSH búnir að fá leyfið en þar eru 35 til 40 bílar starfandi. Ingólfur segir jafnframt að fyrir hafi legið munnlegt samþykki frá Vegagerðinni þar sem allir pappírar voru klárir.

„En þegar við vorum búnir að skila öllum pappírum inn mætti Einar með lögfræðing kolbrjálaður í fyrirtækjaskráningu og vildi stoppa okkur með að nota nafnið BSH. Og fyrirtækjaskrá hafði samband við mig á mánudag og sögðu nafnið ekki ganga. En ég var búinn að fá samþykki fyrir því áður," segir Ingólfur og biður fyrir kveðju til Einars - „ég hlakka til samkeppninnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.