Innlent

Baltasar Kormákur stefnir á Everest

BBI skrifar
Baltasar Kormákur hefur mörg járn í eldinum sem endranær. Eitt af þeim verkefnum sem nú eru á dagskrá er að gera kvikmynd um óveður sem klifurmenn lentu í í hlíðum Everest árið 1996.

Kvikmyndin ber vinnuheitið Everest. Í viðtali á kvikmyndavefsíðunni Collider.com lýsir hann verkefninu sem „Mjög, mjög stórri mynd með frekar lítið fjármagn á bakvið sig." Til þess að gera myndina sem raunverulegasta stefnir hann að því að fara með leikarana eins hátt og mögulegt er upp hlíðar Everest. Einnig er stefnan að skjóta senur á jökli á þriggja mánaða tímabili.

Hér má nálgast myndskeið þar sem Baltastar Kormákur segir frá fyrirætlunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×