Innlent

Hótaði að drepa eiginkonu sína með hnífi

Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hóta eiginkonu sinni með hnífi í júlí síðastliðnum. Maðurinn hótaði að hann skyldi drepa hana og á sama tíma ógnaði hann henni með hnífi. Konan skarst á fingrum hægri og vinstri handar þegar hún reyndi að ná hnífnum af honum. Maðurinn játaði sök en hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×