Innlent

Óska eftir vitnum að slysinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysinu sem varð á Nýbýlavegi í Kópavogi á níunda tímanum í morgun. Þar varð gangandi vegfarandi fyrir strætisvagni, sem var ekið austur Nýbýlaveg á milli Túnbrekku og Þverbrekku, en tilkynnt var um slysið kl. 8.52.

Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.


Tengdar fréttir

Bílstjórinn í áfalli

"Maðurinn er auðvitað í áfalli. Menn fá þennan skell en sjálft sjokkið, það gæti komið nokkrum sólarhringum seinna,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við Vísi.

Alvarlegt umferðarslys í Kópavogi

Kona er alvarlega slösuð eftir bílslys sem varð á Nýbýlavegi rétt austan við Þverbrekku rétt fyrir klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan að ganga yfir götu þegar hún varð fyrir bílnum, en tildrög liggja ekki fyrir að öðru leyti. Dimmt var í morgun og skyggni mjög lélegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×