Innlent

Klifraði niður stigann úr brennandi húsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það verður að teljast mikil mildi að maður hafi sloppið heill út úr brennandi húsi að Laugavegi 51 í dag. Húsið var orðið fullt af reyk þegar slökkviliðið setti stiga upp að glugga svo maðurinn kæmist út um hann. Að auki var kona föst á svölum hússins og var henni líka bjargað. Umtalsverðar skemmdir urðu á húsinu af völdum vatns og reyks.

Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, tók þessar myndir af brunanum og björguninni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×