Lífið

50 Cent gerir grín að Angelinu Jolie

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rapparinn 50 Cent var gestur spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel á fimmtudaginn.

Í þættinum var sýnt stutt myndskeið þar sem rapparinn bregður sér í hlutverk Maleficent, sem Angelina Jolie leikur í nýrri mynd með sama nafni.

Rapparinn kallar sig Malefiftycent og er myndskeiðið eins konar grínstikla fyrir kvikmynd með sama nafni.

Stikluna má sjá í meðfylgjandi myndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.