Lífið

Byggir myndabandið upp eins og ljósmynd

Marín Manda skrifar
Jónatan Grétarsson ljósmyndari.
Jónatan Grétarsson ljósmyndari. Mynd/ Karl Petersson
Jónatan Grétarsson ljósmyndari hefur unnið vídeóverk fyrir ýmsa listamenn við góðan orðstír. Það nýjasta var fyrir dönsku stórsöngkonuna Tinu Dickow við lagið Someone You Love.

„Ég er búinn að gera nokkur tónlistarmyndbönd undanfarin ár fyrir ýmsa ólíka listamenn. Ég byrjaði að fikta við að gera það sem ég kýs að kalla Music Video Portrait fyrir um það bil 5 árum,“ segir Jónatan Grétarsson ljósmyndari. Nýjasta vídeóverkið hans er við lagið Someone You Love með dönsku söngstjörnunni Tinu Dickow.

Einnig hefur hann gert myndbönd fyrir Ásgeir Trausta, John Grant, Agent Fresco, Jónas Sigurðsson og Helga Jónsson.„Líkt og með portrettin sem ég tek þá hef ég leyft þessu að gerast í flæði án þess að plana of mikið áður en farið er út í að taka upp. Öll myndböndin eiga það sameiginlegt fyrir utan það að vera frekar hrá að ég reyni að byggja þau upp eins og ljósmynd og leik mér mikið með ljós og skugga,“ segir Jónatan.

Myndböndin eftir hann hafa meðal annars ratað á MTViggy.com. Þá hefur hann gefið út tvær ljósmyndabækur, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Um helgina tekur hann þátt í samsýningu í Listasafni Akureyrar á sýningu sem ber yfirskriftina Íslensk samtíðarportrett.

Nánari upplýsingar um verk hans er að finna á vefsíðunni jonatangretarsson.com.

Ásgeir Trausti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.