Lífið

Trommari í blaðamannsstól

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hannes Friðbjarnarson er sestur í blaðamannastólinn
Hannes Friðbjarnarson er sestur í blaðamannastólinn Mynd/einkasafn
Trommuleikarinn Hannes Friðbjarnarson hefur hafið störf sem blaðamaður hjá Fréttatímanum, en fyrir er hann líklega best þekktur sem trommuleikari hljómsveitarinnar Buffs.

Áður starfaði Hannes sem hugmyndasmiður hjá auglýsinga- og markaðsfyrirtækinu PIPAR/TBWA. Hann var einnig í fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru fyrir skömmu.

Hannes hefur greinilega í nógu að snúast, enda Buffið ein vinsælasta hljómsveit landsins. Þá hefur hann einnig verið iðinn sem slagverksleikari og bakraddasöngvari á hinum ýmsu tónleikum sem fram hafa farið að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.