Lífið

Skilin eftir átján ára hjónaband

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Melanie Griffith er búin að sækja um skilnað við leikarann Antonio Banderas eftir átján ára hjónaband samkvæmt síðunni TMZ.

Melanie fer fram á barnameðlag og forræði yfir dóttur þeirra Stellu sem er sautján ára. Þá biður hún líka um makameðlag.

Melanie og Antonio hafa verið gift síðan árið 1996 og reglulega fara sögusagnir á kreik um að brestir séu í hjónabandinu. Nú eru þær sögur hins vegar sannar ef marka má TMZ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.