Lífið

Myndir af nýja bardagabúrinu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Bardagafélagið Mjölnir hefur fest kaup á keppnisbúri í fullri stærð. Búrið er sérsmíðað fyrir félagið og kom hingað til lands fyrir fáeinum dögum.
Bardagafélagið Mjölnir hefur fest kaup á keppnisbúri í fullri stærð. Búrið er sérsmíðað fyrir félagið og kom hingað til lands fyrir fáeinum dögum. vísir/Andri Marinó
Bardagaíþróttafélagið Mjölnir hefur fest kaup á keppnisbúri í fullri stærð en búrið er 30 fet. Keppnisbúr eru að jafnaði frá 26 fetum upp í 32 fet.

Mjölnir hefur því bætt aðstöðu sína talsvert en félagið lét bardagafélagið Fenri á Akureyri hafa gamla búrið.

„Búrið skiptir okkur mjög miklu máli, nú geta menn loksins æft í sama umhverfi og við sömu aðstæður og tíðkast í flottustu keppnunum. Þetta er svipað og ef fótboltalið myndi æfa á litlum velli og spila svo á stórum velli, það er mikill munur þar á,“ segir Haraldur Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis.

Umtalsverðar breytingar hafa orðið á húsakynnum Mjölnis undanfarna mánuði. Klúbburinn er með um 1.200 meðlimi og því nauðsynlegt að halda húsnæðinu við.
Hér sjáum við boxhring sem er á neðri hæð húsnæðis Mjölnis.
Hér má sjá nýja búrið í návígi.
Hér geta menn æft spörk og box í mismunandi púða eða sekki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.