Sótti um vinnu á Smartlandi í bundnu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2014 20:20 Arnar Snæberg og auglýsingin sem kveikti áhuga hans. Mynd/Arnar Snæberg Arnar Snæberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, rak augun í auglýsingu um starf í fjölmiðlum í vikunni. Arnar tók sig til og sótti um en óhætt er að segja að umsókn hans hafi verið af dýrari gerðinni. Umsóknin um starf blaðamanns á Smartlandi er nefnilega í bundnu formi. Um er að ræða ljóð í ellefu erindum sem er nokkuð hörð ádeila á efnistök lífstíls- og dægurmálasíðna. Arnar deildi umsókninni með vinum sínum á Facebook og segist vonast til þess að umsókn sinni verði svarið. Raunar vonist hann til að fá vinnuna en koma verður í ljós hvort svarið verði á bundnu formi eður ei. Umsókn Arnars má sjá hér að neðan en hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingunni. Ég er góður og glaðlegur penni. Glúrinn að senda í prentun blöð sem að seljast í hrúgum. Svo er ég með háskólamenntun. Með frábæra samskiptafærni frumkvæði í æðum mér brennur. Metnaðarfullur og mjúkur mér blóðið til skyldunnar rennur. Með einlægan áhuga á fólki, íslenskukunnáttugikkur. Ég er sko akkúrat maður sem ætti að vinna hjá ykkur. En sannleikann veit ég hinn svarta, af Smartlandi er fnykur og þefur. Ég má til að segja þér, Marta: Mér finnst þetta ógeðisvefur. Þar skiptir útlitið öllu, yfirborðsmennska þar dvelur. Dreymandi um frægð eða fegurð fólkið þar heimskuna elur. Þarna er fasteignafárið, þær fara á milljarð í hasti. Flottasta húðin og hárið. Heimurinn þinn er úr plasti. Heillandi massaðir hönkar. Horaðar brosandi glennur. Á eilífðardjamminu eru allir með fallegar tennur. Ráðgjöf til ringlaða fólksins: „Reyndu að verða svona.“ Glamúr og förðun og frami. Flissandi ógæfukona. Í sorpblaðamennskunni, beibí, brautirnar eru svo hálar. Það kostar samt ekkert að hafa aðgát í nærveru sálar. Ég veit að þú íhugar þetta. Þinn einlægur fallega biður. Smartland er rjúkandi rústir og réttast að leggja það niður. Ég huga og hjarta hef kannað. Heillandi finnst mér ei vinnan. Farðu að gera eitthvað annað. Fegurðin kemur að innan. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira
Arnar Snæberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, rak augun í auglýsingu um starf í fjölmiðlum í vikunni. Arnar tók sig til og sótti um en óhætt er að segja að umsókn hans hafi verið af dýrari gerðinni. Umsóknin um starf blaðamanns á Smartlandi er nefnilega í bundnu formi. Um er að ræða ljóð í ellefu erindum sem er nokkuð hörð ádeila á efnistök lífstíls- og dægurmálasíðna. Arnar deildi umsókninni með vinum sínum á Facebook og segist vonast til þess að umsókn sinni verði svarið. Raunar vonist hann til að fá vinnuna en koma verður í ljós hvort svarið verði á bundnu formi eður ei. Umsókn Arnars má sjá hér að neðan en hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingunni. Ég er góður og glaðlegur penni. Glúrinn að senda í prentun blöð sem að seljast í hrúgum. Svo er ég með háskólamenntun. Með frábæra samskiptafærni frumkvæði í æðum mér brennur. Metnaðarfullur og mjúkur mér blóðið til skyldunnar rennur. Með einlægan áhuga á fólki, íslenskukunnáttugikkur. Ég er sko akkúrat maður sem ætti að vinna hjá ykkur. En sannleikann veit ég hinn svarta, af Smartlandi er fnykur og þefur. Ég má til að segja þér, Marta: Mér finnst þetta ógeðisvefur. Þar skiptir útlitið öllu, yfirborðsmennska þar dvelur. Dreymandi um frægð eða fegurð fólkið þar heimskuna elur. Þarna er fasteignafárið, þær fara á milljarð í hasti. Flottasta húðin og hárið. Heimurinn þinn er úr plasti. Heillandi massaðir hönkar. Horaðar brosandi glennur. Á eilífðardjamminu eru allir með fallegar tennur. Ráðgjöf til ringlaða fólksins: „Reyndu að verða svona.“ Glamúr og förðun og frami. Flissandi ógæfukona. Í sorpblaðamennskunni, beibí, brautirnar eru svo hálar. Það kostar samt ekkert að hafa aðgát í nærveru sálar. Ég veit að þú íhugar þetta. Þinn einlægur fallega biður. Smartland er rjúkandi rústir og réttast að leggja það niður. Ég huga og hjarta hef kannað. Heillandi finnst mér ei vinnan. Farðu að gera eitthvað annað. Fegurðin kemur að innan.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira