Fótbolti

Grétar Rafn á förum frá Kayserispor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson virðist vera á förum frá tyrkneska félaginu Kayserispor ef marka má fjölmiðla í landinu.

Leikmaðurinn hefur verið eitt tímabil hjá félaginu en upphaflega gerði Grétar tveggja ára samning við Kayserispor.

Grétar Rafn hefur ekki náð að spila síðan í nóvember en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hné undanfarna mánuði.

Varnarmaðurinn snjalli mun missa af fyrstu vikunum á næsta tímabili vegna meiðslanna.

Grétar Rafn hefur gefið það út að næsta tímabil verði hans síðasta sem knattspyrnumaður og ætlar hann þá að snúa sér að öðrum hlutum.

Hann hefur átt farsælan feril sem atvinnumaður og leikið með liðum á borð við AZ Alkmaar  og Bolton Wanderers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×