Fótbolti

Brasilía hefði aldrei unnið á hlutlausum velli

Maradona með Messi.
Maradona með Messi.
Brasilía pakkaði Spáni saman í úrslitum Álfukeppninnar. Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona er þó ekki sannfærður um að Brassarnir séu orðnir jafn góðir og Spánverjar.

Maradona er á því að Spánverjar hefðu aldrei tapað leiknum ef hann hefði farið fram á hlutlausum velli. Leikurinn fór fram í Brasilíu.

"Spánverjar voru óheppnir að þetta mót skildi fara fram í Brasilíu. Þeir litu mjög vel út.  Brasilía hefði aldrei unnið leikinn á hlutlausum velli," sagði Maradona en hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum.

Þessi 52 ára gamli snillingur fer heldur ekkert ofan af því að Lionel Messi sé enn sá besti þó svo Neymar hafi minnt hraustlega á sig í keppninni.

"Messi er besti leikmaður heims. Hann er betri en Neymar og Ronaldo. Ég held að liðin frá Suður-Ameríku muni bera af á HM á næsta ári. Ég vona að Argentína verði heimsmeistari."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×