Enski boltinn

Kranjcar úr leik hjá Portsmouth

Nordic Photos/Getty Images

Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth hefur fengið slæm tíðindi fyrir fallbaráttuna í vor en nú er ljóst að miðjumaðurinn sterki Niko Kranjcar getur ekki leikið með liðinu í síðustu fimm leikjum þess.

Króatinn er meiddur á ökkla og nú er komið í ljós að meiðsli hans eru alvarlegri en talið var í fyrstu og því er útilokað að hann komi meira við sögu á leiktíðinni.

Kranjcar á að baki 25 leiki fyrir Portsmouth í vetur og hefur skorað í þeim fjögur mörk, en nú er ljóst að hann mun missa af mikilvægasta kafla tímabilsins þar sem liðið er í bullandi fallbaráttu.

Portsmouth á útileik gegn Newcastle í kvöld og á svo eftir að mæta Arsenal, Blackburn, Sunderland og Wigan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×