Upphitun: Sagan hliðholl FH á KR-velli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2012 14:45 Freyr Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason í baráttu um boltann. Mynd/Daníel KR og FH mætast í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í kvöld. FH-ingar voru áskrifendur að þremur stigum á KR-vellinum í sjö ár eða allt þar til í fyrra. Þá tryggðu Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson KR langþráð þrjú stig í 2-0 sigri. Í 21 viðureign liðanna á KR velli hefur FH haft betur í ellefu skipti. Sjö sinnum hafa heimamenn unnið og í þrígang hafa liðin skilið jöfn. Markatalan í leikjunum er hins vegar jöfn, 26-26 eins og fram kemur í vefskrá KR-inga sem nálgast má hér. Nokkrir leikmenn liðanna þekkja vel til í herbúðum andstæðingsins. Gunnleifur Gunnleifsson lék með Vesturbæjarliðinu árin 1998 og 1999. Bjarki Gunnlaugsson var einnig í Íslandsmeistaraliði KR árið 1999 og sneri aftur í herbúðir KR árið 2003 og lék þar til ársins 2006. Emil Atlason, kantmaður KR-inga, skipti úr FH yfir í KR í vetur. Emil skoraði fyrsta mark KR í sumar með hörkuskalla í 2-2 jafnteflinu gegn Stjörnunni. Þá má ekki gleyma Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, sem lék um árabil með Vesturbæjarliðinu og varð bikarmeistari með liðinu 1994 og 1995.Ágætis byrjun KR-ingar hafa nælt í sjö stig í fyrstu fjórum leikjum sínum á Íslandsmótinu. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir þreytumerki í síðari hálfleik leikja sinna. Þannig töpuðust stig gegn Stjörnunni í 1. umferð auk þess sem liðið missti niður tveggja marka forskot gegn Eyjamönnum. Skagamenn skoruðu sigurmark seint í leik liðanna á Skaganum. KR-ingar þögguðu hins vegar niður í gagnrýnisröddunum, tímabundið hið minnsta, með 1-0 sigri gegn Val í Reykjavíkurslag á sunnudaginn. FH situr í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir ÍA sem trónir á toppnum með fullt hús stiga. Eftir óvænt 1-1 jafntefli gegn Grindavík í 1. umferð hefur verið stígandi í liði FH sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Spilamennska liðsins í 3-0 sigrinum á Breiðabliki þótti minna á léttleikandi FH-liðið sem vann fimm Íslandsmeistaratitla á sex árum.Aðstóknarmet í kvöld? Ólíklegt er að aðsóknarmetið á KR-vellinum verði slegið í kvöld. 5.400 manns sáu Eyjamenn tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á KR-vellinum í lokaumferðinni sumarið 1998. Hins vegar kæmi mjög á óvart ef leikurinn yrði ekki sá aðsóknarmesti hingað til í sumar. 3.054 voru á leik ÍA og KR á Akranesi í 2. umferð en hafa verður í huga að heil umferð fór fram það kvöld. Leikur kvöldsins keppir ekki við aðra um athygli, veður er gott og ástæða til að ætla góða mætingu stuðningsmanna beggja liða. Ekki er ólíklegt að stöðumæla- og laganna verðir láti sjá sig í blíðunni í Vesturbænum og ástæða fyrir bifreiðaeigendur að leggja bílum sínum löglega. Leikur liðanna á KR-vellinum hefst klukkan 20 og fyrir þá sem eiga ekki heimangengt er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
KR og FH mætast í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í kvöld. FH-ingar voru áskrifendur að þremur stigum á KR-vellinum í sjö ár eða allt þar til í fyrra. Þá tryggðu Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson KR langþráð þrjú stig í 2-0 sigri. Í 21 viðureign liðanna á KR velli hefur FH haft betur í ellefu skipti. Sjö sinnum hafa heimamenn unnið og í þrígang hafa liðin skilið jöfn. Markatalan í leikjunum er hins vegar jöfn, 26-26 eins og fram kemur í vefskrá KR-inga sem nálgast má hér. Nokkrir leikmenn liðanna þekkja vel til í herbúðum andstæðingsins. Gunnleifur Gunnleifsson lék með Vesturbæjarliðinu árin 1998 og 1999. Bjarki Gunnlaugsson var einnig í Íslandsmeistaraliði KR árið 1999 og sneri aftur í herbúðir KR árið 2003 og lék þar til ársins 2006. Emil Atlason, kantmaður KR-inga, skipti úr FH yfir í KR í vetur. Emil skoraði fyrsta mark KR í sumar með hörkuskalla í 2-2 jafnteflinu gegn Stjörnunni. Þá má ekki gleyma Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, sem lék um árabil með Vesturbæjarliðinu og varð bikarmeistari með liðinu 1994 og 1995.Ágætis byrjun KR-ingar hafa nælt í sjö stig í fyrstu fjórum leikjum sínum á Íslandsmótinu. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir þreytumerki í síðari hálfleik leikja sinna. Þannig töpuðust stig gegn Stjörnunni í 1. umferð auk þess sem liðið missti niður tveggja marka forskot gegn Eyjamönnum. Skagamenn skoruðu sigurmark seint í leik liðanna á Skaganum. KR-ingar þögguðu hins vegar niður í gagnrýnisröddunum, tímabundið hið minnsta, með 1-0 sigri gegn Val í Reykjavíkurslag á sunnudaginn. FH situr í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir ÍA sem trónir á toppnum með fullt hús stiga. Eftir óvænt 1-1 jafntefli gegn Grindavík í 1. umferð hefur verið stígandi í liði FH sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Spilamennska liðsins í 3-0 sigrinum á Breiðabliki þótti minna á léttleikandi FH-liðið sem vann fimm Íslandsmeistaratitla á sex árum.Aðstóknarmet í kvöld? Ólíklegt er að aðsóknarmetið á KR-vellinum verði slegið í kvöld. 5.400 manns sáu Eyjamenn tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á KR-vellinum í lokaumferðinni sumarið 1998. Hins vegar kæmi mjög á óvart ef leikurinn yrði ekki sá aðsóknarmesti hingað til í sumar. 3.054 voru á leik ÍA og KR á Akranesi í 2. umferð en hafa verður í huga að heil umferð fór fram það kvöld. Leikur kvöldsins keppir ekki við aðra um athygli, veður er gott og ástæða til að ætla góða mætingu stuðningsmanna beggja liða. Ekki er ólíklegt að stöðumæla- og laganna verðir láti sjá sig í blíðunni í Vesturbænum og ástæða fyrir bifreiðaeigendur að leggja bílum sínum löglega. Leikur liðanna á KR-vellinum hefst klukkan 20 og fyrir þá sem eiga ekki heimangengt er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira