Misstu borðið út af frægu fólki - útskýrði málið fyrir Gordon Ramsay Valur Grettisson skrifar 2. júlí 2013 13:10 Og Herdís var algjörlega ófeiminn við stjörnuna, hún heilsaði honum og kynnti sig. "Og sagði honum afhverju við værum öll að fara,“ segir Herdís „Þetta var mjög sérkennilegt, en starfsfólkið var fínt, þetta voru líklega einhverjir stjórnendur sem voru að misskilja,“ segir listakonan Herdís Stefáns sem var gert að víkja fyrir gæðakokkinum Gordon Ramsay síðasta laugardagskvöld. Hún sat með vinkonu sinni í góðu yfirlæti á Loftinu, og segist sjálf hafa mætt sérstaklega snemma til þess að ná borðum. Þegar það leið á kvöldið komu þjónustustúlkur til þeirra og settu miða á borðið þar sem stóð „frátekið“. Sjálf skrifar Herdís á Facebook-síðu sína: „þegar leið á kvöldið komu þjónustustúlkur sem þarna störfuðu, settu "frátekið" miðan á borðið okkar ásamt næstu borðum og sögðu kjánalega spenntar frá að það væri FRÆGT fólk á leiðinni og nú væru borðið frátekin... Hópurinn á næsta borði voru að halda uppá fertugsafmæli og voru ekki glöð, gengu öll út eins og hann lagði sig án þess að klára úr glösunum... Enda var okkur sagt að fara bara á barinn... því enginn borð væru laus fyrir okkur lengur, ég spurði hvort þau væru að vísa okkur frá staðnum.. en svo var ekki, við vorum meira en velkomin að vera þarna en bara þá á barnum því fræga fólkið þyrfti sæti.“ Herdís segir að þjónustufólkið hafi ekki vitað hvaða fræga fólk var á leiðinni. Þegar Herdís og vinkona hennar voru að fara kom það þó í ljós - um var að ræða stjörnukokkin Gordon Ramsay. Og Herdís var algjörlega ófeiminn við stjörnuna, hún heilsaði honum og kynnti sig. „Og sagði honum afhverju við værum öll að fara,“ segir Herdís og bætir við: „Ég ætla ekki að hafa eftir honum sem hann sagði, en alveg spurning hvort hann heimsæki Loftið aftur, frekar en ég eða aðrir sem þurftu að standa upp fyrir "Fræga" fólkinu“. Herdís segir það hafa verið mikla kaldhæðni að hafa verið hálf rekin út af veitingastað sem virtist þurfa verulega á sérfræðiaðstoð Ramsay að halda, enda hefur sjónvarpskokkurinn unnið það sér meðal annars til frægðar að hjálpa veitingahúsum í vanda. Herdís segir atvikið ekki hafa skemmt kvöldið, “við látum ekki svona rugl eyðileggja kvöldið,“ segir hún. Herdís segir raunar atvikið frekar skilja eftir sig kjánahroll heldur en nokkuð annað. Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
„Þetta var mjög sérkennilegt, en starfsfólkið var fínt, þetta voru líklega einhverjir stjórnendur sem voru að misskilja,“ segir listakonan Herdís Stefáns sem var gert að víkja fyrir gæðakokkinum Gordon Ramsay síðasta laugardagskvöld. Hún sat með vinkonu sinni í góðu yfirlæti á Loftinu, og segist sjálf hafa mætt sérstaklega snemma til þess að ná borðum. Þegar það leið á kvöldið komu þjónustustúlkur til þeirra og settu miða á borðið þar sem stóð „frátekið“. Sjálf skrifar Herdís á Facebook-síðu sína: „þegar leið á kvöldið komu þjónustustúlkur sem þarna störfuðu, settu "frátekið" miðan á borðið okkar ásamt næstu borðum og sögðu kjánalega spenntar frá að það væri FRÆGT fólk á leiðinni og nú væru borðið frátekin... Hópurinn á næsta borði voru að halda uppá fertugsafmæli og voru ekki glöð, gengu öll út eins og hann lagði sig án þess að klára úr glösunum... Enda var okkur sagt að fara bara á barinn... því enginn borð væru laus fyrir okkur lengur, ég spurði hvort þau væru að vísa okkur frá staðnum.. en svo var ekki, við vorum meira en velkomin að vera þarna en bara þá á barnum því fræga fólkið þyrfti sæti.“ Herdís segir að þjónustufólkið hafi ekki vitað hvaða fræga fólk var á leiðinni. Þegar Herdís og vinkona hennar voru að fara kom það þó í ljós - um var að ræða stjörnukokkin Gordon Ramsay. Og Herdís var algjörlega ófeiminn við stjörnuna, hún heilsaði honum og kynnti sig. „Og sagði honum afhverju við værum öll að fara,“ segir Herdís og bætir við: „Ég ætla ekki að hafa eftir honum sem hann sagði, en alveg spurning hvort hann heimsæki Loftið aftur, frekar en ég eða aðrir sem þurftu að standa upp fyrir "Fræga" fólkinu“. Herdís segir það hafa verið mikla kaldhæðni að hafa verið hálf rekin út af veitingastað sem virtist þurfa verulega á sérfræðiaðstoð Ramsay að halda, enda hefur sjónvarpskokkurinn unnið það sér meðal annars til frægðar að hjálpa veitingahúsum í vanda. Herdís segir atvikið ekki hafa skemmt kvöldið, “við látum ekki svona rugl eyðileggja kvöldið,“ segir hún. Herdís segir raunar atvikið frekar skilja eftir sig kjánahroll heldur en nokkuð annað.
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira