Sigurður án félags | Stefnir á að spila áfram erlendis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2019 11:29 Sigurður lék afar vel með spútnikliði ÍR á síðasta tímabili. vísir/bára Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án félags þessa stundina eftir að hann yfirgaf herbúðir franska B-deildarliðsins BC Orchies. Hann samdi við félagið í sumar en spilaði aldrei keppnisleik með því. „Þeir gáfu út fjárhagsáætlun fyrir tímabilið en tveimur dögum fyrir fyrsta leik sagði franska körfuknattleikssambandið að hún stæðist ekki. Ákveðna summu vantaði upp á. Þeir reyndu að dekka hana en það tókst ekki og ég er laus allra mála núna,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi í dag. Hann stefnir að því að spila áfram erlendis og segir það fyrsta kost í stöðunni. Hann segir að það sé þó enginn hægðarleikur að finna sér nýtt félag á þessum tíma. „Flestöll lið eru búin að manna sig núna þannig að þetta er leiðinleg staða að vera í. En ég er ekki fyrsti körfuboltamaðurinn sem lendir í þessu. Umboðsmaðurinn minn er að leita á fullu,“ sagði Sigurður sem kom heim til Íslands á laugardaginn. Ef ekkert erlent félag finnst segist Sigurður horfa til Íslands. „Þá þarf maður að skoða hvað er hægt að gera heima. Maður gefur þessu smá tíma. En eins og staðan er núna erum við að leita úti. Ég hef ekkert spáð í Ísland. Okkur langar að vera úti,“ sagði Sigurður. Á síðasta tímabili lék hann einkar vel með ÍR sem komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Sigurður var valinn í liðs ársins í fimmta sinn á ferlinum. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Þá hefur Sigurður leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Grikklandi. Körfubolti Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án félags þessa stundina eftir að hann yfirgaf herbúðir franska B-deildarliðsins BC Orchies. Hann samdi við félagið í sumar en spilaði aldrei keppnisleik með því. „Þeir gáfu út fjárhagsáætlun fyrir tímabilið en tveimur dögum fyrir fyrsta leik sagði franska körfuknattleikssambandið að hún stæðist ekki. Ákveðna summu vantaði upp á. Þeir reyndu að dekka hana en það tókst ekki og ég er laus allra mála núna,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi í dag. Hann stefnir að því að spila áfram erlendis og segir það fyrsta kost í stöðunni. Hann segir að það sé þó enginn hægðarleikur að finna sér nýtt félag á þessum tíma. „Flestöll lið eru búin að manna sig núna þannig að þetta er leiðinleg staða að vera í. En ég er ekki fyrsti körfuboltamaðurinn sem lendir í þessu. Umboðsmaðurinn minn er að leita á fullu,“ sagði Sigurður sem kom heim til Íslands á laugardaginn. Ef ekkert erlent félag finnst segist Sigurður horfa til Íslands. „Þá þarf maður að skoða hvað er hægt að gera heima. Maður gefur þessu smá tíma. En eins og staðan er núna erum við að leita úti. Ég hef ekkert spáð í Ísland. Okkur langar að vera úti,“ sagði Sigurður. Á síðasta tímabili lék hann einkar vel með ÍR sem komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Sigurður var valinn í liðs ársins í fimmta sinn á ferlinum. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Þá hefur Sigurður leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Grikklandi.
Körfubolti Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti