Tölurnar og fyrirsagnir blaðanna í sögulegum sigri Íslands í B-keppninni fyrir 30 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 13:00 Mynd og fyrirsögn á forsíðu DV eftir úrslitaleikinn í París Skjámynd/DV Í dag, 26. febrúar, eru liðin þrjátíu ár síðan íslenska handboltalandsliðið vann B-keppnina í Frakklandi eftir þriggja marka sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í Bercy-íþróttahöllinni í París. Þetta er fyrsti sigur íslenska landsliðsins á stóru móti og hápunkturinn hjá Bogdan Kowalczyk kynslóðinni sem ætlaði að toppa á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 en uppskáru fyrir allt erfiðið sumarið 1988 með því að blómsta í b-keppninni í Frakklandi í febrúar 1989. Það er mjög athyglisvert að skora markaskor íslenska landsliðsins í þessari sögulegu keppni en það er óhætt að segja að það hafi dreifst á margar hendur. Átta leikmenn liðsins skoruðu nefnilega á bilinu 2,5 mörk til 3,7 mörk í leik og það munaði samtals bara ellefu mörkum á markahæsta manni liðsins og mannsins í sjöunda sæti. Sex mismundandi leikmenn náðu að vera markahæstir hjá íslenska liðinu í leik á mótinu eða þeir Héðinn Gilsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Jakob Sigurðsson (tvisvar), Alfreð Gíslason (tvisvar), Sigurður Valur Sveinsson og Valdimar Grímsson. Kristján Arason var markahæstur í íslenska liðinu á mótinu með 26 mörk í sjö leikjum eða 3,7 mörk að meðatali í leik. Alfreð Gíslason skoraði 23 mörk og Þorgils Óttar Mathiesen var með 22 mörk. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 20 mörk en þó bara í sex leikjum því hann missti af einum leik. Sigurður Valur Sveinsson og Bjarki Sigurðsson skoruðu báðir 3,3 mörk í leik og voru saman í 2. sæti yfir flest mörk að meðaltali. Bjarki spilaði fyrstu tvo leikina en síðan ekki aftur fyrr en í úrslitaleiknum eftir að hafa meiðst. Hér fyrir neðan má sjá markaskor íslenska landsliðsins í sjö leikjum liðsins í B-keppninni í Frakklandi 1989. Þar má einnig sjá fyrirsagnir úr íslensku blöðunum eftir þennan sögulega sigur.Forsíða íþróttakálfs DV eftir úrslitaleikinn.Skjámynd/DV Meðalskor leikmanna íslenska landsliðsins í B-keppninni 1989: 1. Kristján Arason 3,7 mörk í leik 2. Bjarki Sigurðsson 3,3 2. Sigurður Valur Sveinsson 3,3 4. Alfreð Gíslason 3,3 5. Valdimar Grímsson 3,2 6. Þorgils Óttar Mathiesen 3,1 7. Jakob Sigurðsson 2,7 8. Héðinn Gilsson 2,5 9. Sigurður Gunnarsson 1,9 10. Guðmundur Guðmundsson 1,5Frétt Tímans um úrslitaleikinn.Skjámynd/TíminnFlest mörk leikmanna íslenska landsliðsins í B-keppninni 1989: 1. Kristján Arason 26 mörk 2. Alfreð Gíslason 23 3. Þorgils Óttar Mathiesen 22 4. Sigurður Valur Sveinsson 20 5. Jakob Sigurðsson 19 6. Valdimar Grímsson 16 7. Héðinn Gilsson 15 8. Sigurður G Gunnarsson 13 9. Bjarki Sigurðsson 10 10. Guðmundur Þórður Guðmundsson 9Frétt um úrslitaleikinn í DV.Skjámynd/DVLeikir íslenska liðsins í B-keppninni 1989 og markahæstu menn í hverjum leik:Mið. 15.feb.1989 í Cherbourg: 20-12 sigur á Búlgaríu (Héðinn Gilsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4, Bjarki Sigurðsson 3)Fim. 16.feb.1989 í Cherbourg: 33-14 sigur á Kúveit (Jakob Óskar Sigurðsson 9, Sigurður Gunnarsson 6, Valdimar Grímsson 4)Lau. 18.feb.1989 í Cherbourg: 21-23 tap fyrir Rúmeníu (Alfreð Gíslason 9, Kristján Arason 5, Valdimar Grímsson 3)Mán. 20.feb.1989 í Strasbourg: 23-21 sigur á Vestur-Þýskalandi (Sigurður Valur Sveinsson 9, Guðmundur Guðmundsson 4, Héðinn Gilsson 3, Alfreð Gíslason 3)Þri. 21.feb.1989 í Strasbourg: 19-18 sigur á Sviss (Valdimar Grímsson 6, Guðmundur Guðmundsson 3, Kristján Arason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3)Fim. 23.feb.1989 í Strasbourg: 31-17 sigur á Hollandi (Jakob Óskar Sigurðsson 8, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Héðinn Gilsson 5)Sun. 26.feb.1989 í París: 29-26 sigur á Póllandi (Alfreð Gíslason 7, Kristján Arason 6, Þorgils Óttar Mathiesen 5)Baksíða Morgunblaðsins.Skjámynd/MorgunblaðiðFrétt Þjóðviljans um úrslitaleikinn.Skjámynd/ÞjóðviljinnAlfreð Gíslason var valinn besti leikmaður B-keppninnar. Hér er hann í viðtali við DV eftir sigurinn.Skjámynd/DVBogdan Kowalczyk stýrði íslenska landsliðinu frá 1984 til 1990. Hér er honum hrósað í DV eftir leikinn.Skjámynd/DV Handbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Í dag, 26. febrúar, eru liðin þrjátíu ár síðan íslenska handboltalandsliðið vann B-keppnina í Frakklandi eftir þriggja marka sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í Bercy-íþróttahöllinni í París. Þetta er fyrsti sigur íslenska landsliðsins á stóru móti og hápunkturinn hjá Bogdan Kowalczyk kynslóðinni sem ætlaði að toppa á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 en uppskáru fyrir allt erfiðið sumarið 1988 með því að blómsta í b-keppninni í Frakklandi í febrúar 1989. Það er mjög athyglisvert að skora markaskor íslenska landsliðsins í þessari sögulegu keppni en það er óhætt að segja að það hafi dreifst á margar hendur. Átta leikmenn liðsins skoruðu nefnilega á bilinu 2,5 mörk til 3,7 mörk í leik og það munaði samtals bara ellefu mörkum á markahæsta manni liðsins og mannsins í sjöunda sæti. Sex mismundandi leikmenn náðu að vera markahæstir hjá íslenska liðinu í leik á mótinu eða þeir Héðinn Gilsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Jakob Sigurðsson (tvisvar), Alfreð Gíslason (tvisvar), Sigurður Valur Sveinsson og Valdimar Grímsson. Kristján Arason var markahæstur í íslenska liðinu á mótinu með 26 mörk í sjö leikjum eða 3,7 mörk að meðatali í leik. Alfreð Gíslason skoraði 23 mörk og Þorgils Óttar Mathiesen var með 22 mörk. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 20 mörk en þó bara í sex leikjum því hann missti af einum leik. Sigurður Valur Sveinsson og Bjarki Sigurðsson skoruðu báðir 3,3 mörk í leik og voru saman í 2. sæti yfir flest mörk að meðaltali. Bjarki spilaði fyrstu tvo leikina en síðan ekki aftur fyrr en í úrslitaleiknum eftir að hafa meiðst. Hér fyrir neðan má sjá markaskor íslenska landsliðsins í sjö leikjum liðsins í B-keppninni í Frakklandi 1989. Þar má einnig sjá fyrirsagnir úr íslensku blöðunum eftir þennan sögulega sigur.Forsíða íþróttakálfs DV eftir úrslitaleikinn.Skjámynd/DV Meðalskor leikmanna íslenska landsliðsins í B-keppninni 1989: 1. Kristján Arason 3,7 mörk í leik 2. Bjarki Sigurðsson 3,3 2. Sigurður Valur Sveinsson 3,3 4. Alfreð Gíslason 3,3 5. Valdimar Grímsson 3,2 6. Þorgils Óttar Mathiesen 3,1 7. Jakob Sigurðsson 2,7 8. Héðinn Gilsson 2,5 9. Sigurður Gunnarsson 1,9 10. Guðmundur Guðmundsson 1,5Frétt Tímans um úrslitaleikinn.Skjámynd/TíminnFlest mörk leikmanna íslenska landsliðsins í B-keppninni 1989: 1. Kristján Arason 26 mörk 2. Alfreð Gíslason 23 3. Þorgils Óttar Mathiesen 22 4. Sigurður Valur Sveinsson 20 5. Jakob Sigurðsson 19 6. Valdimar Grímsson 16 7. Héðinn Gilsson 15 8. Sigurður G Gunnarsson 13 9. Bjarki Sigurðsson 10 10. Guðmundur Þórður Guðmundsson 9Frétt um úrslitaleikinn í DV.Skjámynd/DVLeikir íslenska liðsins í B-keppninni 1989 og markahæstu menn í hverjum leik:Mið. 15.feb.1989 í Cherbourg: 20-12 sigur á Búlgaríu (Héðinn Gilsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4, Bjarki Sigurðsson 3)Fim. 16.feb.1989 í Cherbourg: 33-14 sigur á Kúveit (Jakob Óskar Sigurðsson 9, Sigurður Gunnarsson 6, Valdimar Grímsson 4)Lau. 18.feb.1989 í Cherbourg: 21-23 tap fyrir Rúmeníu (Alfreð Gíslason 9, Kristján Arason 5, Valdimar Grímsson 3)Mán. 20.feb.1989 í Strasbourg: 23-21 sigur á Vestur-Þýskalandi (Sigurður Valur Sveinsson 9, Guðmundur Guðmundsson 4, Héðinn Gilsson 3, Alfreð Gíslason 3)Þri. 21.feb.1989 í Strasbourg: 19-18 sigur á Sviss (Valdimar Grímsson 6, Guðmundur Guðmundsson 3, Kristján Arason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3)Fim. 23.feb.1989 í Strasbourg: 31-17 sigur á Hollandi (Jakob Óskar Sigurðsson 8, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Héðinn Gilsson 5)Sun. 26.feb.1989 í París: 29-26 sigur á Póllandi (Alfreð Gíslason 7, Kristján Arason 6, Þorgils Óttar Mathiesen 5)Baksíða Morgunblaðsins.Skjámynd/MorgunblaðiðFrétt Þjóðviljans um úrslitaleikinn.Skjámynd/ÞjóðviljinnAlfreð Gíslason var valinn besti leikmaður B-keppninnar. Hér er hann í viðtali við DV eftir sigurinn.Skjámynd/DVBogdan Kowalczyk stýrði íslenska landsliðinu frá 1984 til 1990. Hér er honum hrósað í DV eftir leikinn.Skjámynd/DV
Handbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira