Lífið

Sjáðu myndir innan úr nýja Herjólfi

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að nýr Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja þann 30. mars næstkomandi.
Áætlað er að nýr Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja þann 30. mars næstkomandi. Aðsend
Hópur um tíu Íslendinga er nú staddur í Póllandi þar sem þeir fylgjast með siglingarprófunum á nýja Herjólfi næstu daga. Áætlað er að nýr Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja þann 30. mars næstkomandi.

Andrés Sigurðsson, sem á sæti í smíðanefnd fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, er í hópi Íslendinganna sem eru nú um borð í skipinu. Með þeim eru um fjörutíu pólskir skipverjar.

„Það var farið út snemma í morgun og verður allur búnaður skipsins prófaður næstu daga. Svo þarf að sinna því sem kemur upp. Það eru alltaf einhverjir hnökrar sem koma upp,“ segir Andrés.

En hvernig reynist skipið?

„Það er mjög stöðugt. Það á eftir að koma fólki á óvart hvað það er stöðugt. Við höfum ekki lent í neinni brælu, en það er um fimmtán metra vindur. Maður finnur að það er mjög stöðugt. Við eigum eftir að keyra á veltiuggum, en þeir eru að beygja skarpt á fullri ferð. Það leggst ekki á hliða eins og á gamla Herjólfi. Svo er skipið virkilega flott,“ segir Andrés.

Hann segir að eins og staðan sé í dag virðist sem að áætlunin um að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja þann 30. mars. Eigi hann von á að Herjólfur verði komið til Íslands upp úr miðjum næsta mánuði, en ferjan hefur verið í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Crist S.A. í Gdansk í Póllandi.

Að neðan má sjá myndir sem Andrés Sigurðsson tók innan úr ferjunni.

Mynd/Andrés Sigurðsson
Mynd/Andrés Sigurðsson
Mynd/Andrés Sigurðsson
Mynd/Andrés Sigurðsson
Mynd/Andrés Sigurðsson
Mynd/Andrés Sigurðsson
Mynd/Andrés Sigurðsson

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.