Spila Williams og Murray saman á Wimbledon? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 12:00 Andy Murray og Serena Williams unnu bæði Wimbledon risatitla í einliðaleik árið 2016. Taka þau saman höndum í tvenndarleik þremur árum síðar? vísir/getty Serena Williams og Andy Murray gætu spilað saman í tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis í næstu viku. Murray er að koma til baka eftir aðgerð á mjöðm og ætlar hann bara að taka þátt í tvenndar- og tvíliðaleik á Wimbledonmótinu, ekki spila einliðaleik. Murray er búinn að skrá sig til leiks í tvíliðaleik en hann vill líka taka þátt í tvenndarleik og vantar þar félaga. Wimbledonmótið hefst á morgun en skráningarfrestur í tvenndarleik er á miðvikudaginn. Williams, sem hefur unnið 23 risamót á ferlinum, er einnig að jafna sig á meiðslum. Hún er þó á meðal keppenda í einliðaleik. Hún var spurð út í möguleikann á að spila með Murray um helgina og svaraði: „Ég er á lausu.“ Hún er þó ekki búin að ákveða á að taka þátt í tvenndarleiknum, þar sem hún vill ekki fá bakslag í hnéð. Murray setti einnig fyrirvara á möguleikann á þessu ofurpari þar sem Serena er meðal keppenda í einliðaleik. „Ef maður tekur þátt í tvenndarleik, sem er planið hjá mér, þá viltu vera að spila með einhverjum sem verður til staðar allt mótið og er að keppa til þess að vinna,“ sagði Murray. „Ég veit, og skil það vel, að hjá þeim sem eru líka í einliðaleik er þetta ekki alltaf þannig.“ „Augljóslega er hægt að færa rök fyrir því að Serena sé besti leikmaður sögunnar. Hún væri nokkuð öruggur félagi,“ sagði Murray og glotti. Andy Murray spilar með Frakkanum Pierre-Hugues Herbert í tvíliðaleiknum og mæta þeir Marius Copil og Ugo Humbert í fyrstu umferð. Andy gæti mætt bróður sínum Jamie, og félaga hans Neal Skupski, í þriðju umferðinni komist bæði lið þangað. Serena Williams mætir hinni ítölsku Giulia Gatto-Monticone í fyrstu umferð einliðaleiksins. Tennis Tengdar fréttir Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Sjá meira
Serena Williams og Andy Murray gætu spilað saman í tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis í næstu viku. Murray er að koma til baka eftir aðgerð á mjöðm og ætlar hann bara að taka þátt í tvenndar- og tvíliðaleik á Wimbledonmótinu, ekki spila einliðaleik. Murray er búinn að skrá sig til leiks í tvíliðaleik en hann vill líka taka þátt í tvenndarleik og vantar þar félaga. Wimbledonmótið hefst á morgun en skráningarfrestur í tvenndarleik er á miðvikudaginn. Williams, sem hefur unnið 23 risamót á ferlinum, er einnig að jafna sig á meiðslum. Hún er þó á meðal keppenda í einliðaleik. Hún var spurð út í möguleikann á að spila með Murray um helgina og svaraði: „Ég er á lausu.“ Hún er þó ekki búin að ákveða á að taka þátt í tvenndarleiknum, þar sem hún vill ekki fá bakslag í hnéð. Murray setti einnig fyrirvara á möguleikann á þessu ofurpari þar sem Serena er meðal keppenda í einliðaleik. „Ef maður tekur þátt í tvenndarleik, sem er planið hjá mér, þá viltu vera að spila með einhverjum sem verður til staðar allt mótið og er að keppa til þess að vinna,“ sagði Murray. „Ég veit, og skil það vel, að hjá þeim sem eru líka í einliðaleik er þetta ekki alltaf þannig.“ „Augljóslega er hægt að færa rök fyrir því að Serena sé besti leikmaður sögunnar. Hún væri nokkuð öruggur félagi,“ sagði Murray og glotti. Andy Murray spilar með Frakkanum Pierre-Hugues Herbert í tvíliðaleiknum og mæta þeir Marius Copil og Ugo Humbert í fyrstu umferð. Andy gæti mætt bróður sínum Jamie, og félaga hans Neal Skupski, í þriðju umferðinni komist bæði lið þangað. Serena Williams mætir hinni ítölsku Giulia Gatto-Monticone í fyrstu umferð einliðaleiksins.
Tennis Tengdar fréttir Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Sjá meira
Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00