Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 11:23 Semenya er Ólympíu- og heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna vísir/getty Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Íþróttadómstóllinn Cas (e. Court of Arbitration for Sport) opinberaði niðurstöðu sína í máli Semenya gegn IAAF í dag, en málsmeðferð hefur staðið yfir síðustu mánuði. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Þar sem reglan fær að standa þarf Semenya að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði hennar niðri, eða hlaupa í öðrum vegalengdum. Þá mætti hún enn hlaupa í keppnum sem ekki eru á vegum IAAF. Niðurstaða Cas í málinu sagði að reglan fæli vissulega í sér mismunun gegn íþróttakonum með náttúrulega mikið testosterónmagn, en sú mismunun væri „nauðsynleg, sanngjörn og í hófi“ og „verndaði heiðarleika kvennaíþrótta.“ Hins vegar sagðist Cas hafa áhyggjur af ýmsu varðandi framkvæmd reglunnar og biðlaði til IAAF að fresta því að setja hana á fyrir 1500 metra hlaup þar til frekari rannsóknir hafa verið gerðar.pic.twitter.com/FHmm10npfx — Caster Semenya (@caster800m) May 1, 2019 Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30 „Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00 Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58 Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Sjá meira
Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Íþróttadómstóllinn Cas (e. Court of Arbitration for Sport) opinberaði niðurstöðu sína í máli Semenya gegn IAAF í dag, en málsmeðferð hefur staðið yfir síðustu mánuði. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Þar sem reglan fær að standa þarf Semenya að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði hennar niðri, eða hlaupa í öðrum vegalengdum. Þá mætti hún enn hlaupa í keppnum sem ekki eru á vegum IAAF. Niðurstaða Cas í málinu sagði að reglan fæli vissulega í sér mismunun gegn íþróttakonum með náttúrulega mikið testosterónmagn, en sú mismunun væri „nauðsynleg, sanngjörn og í hófi“ og „verndaði heiðarleika kvennaíþrótta.“ Hins vegar sagðist Cas hafa áhyggjur af ýmsu varðandi framkvæmd reglunnar og biðlaði til IAAF að fresta því að setja hana á fyrir 1500 metra hlaup þar til frekari rannsóknir hafa verið gerðar.pic.twitter.com/FHmm10npfx — Caster Semenya (@caster800m) May 1, 2019
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30 „Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00 Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58 Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Sjá meira
Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30
„Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00
Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58
Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24