Styðjum afreksíþróttafólkið okkar innan sem utan vallar Sif Atladóttir skrifar 21. nóvember 2019 16:34 Við Íslendingar erum líklega sú íþróttaþjóð sem mest er rætt um í heiminum. Fólk veltir regluglega fyrir sér: Afhverju á Ísland svona mikið af íþróttafólki, í öllum íþróttum? Þetta hafið þið eflaust heyrt oftar en ekki þegar það eru stórmót, keppnir eða jafnvel bara þegar einhver erlendur einstaklingur ræðir við ykkur um Ísland. Við eigum alveg ótrúlegt íþróttafólk og við Íslendingar erum stolt af því. Þegar við sitjum við sjónvarpið eða í stúkunni og hvetjum þau áfram, í bláa litnum okkar sem einkennir okkur íslendingana, þá er eins og við erum sjálf að keppa. Spennan, adrenalínið, gleðin, svekkelsið, reiðin, þetta er allt hlutir sem við upplifum með íþróttafólkinu okkar. Svo þegar öllu er lokið þá slökkvum við á sjónvarpinu, eða röltum heim og ræðum hvernig leikurinn eða mótið gekk og förum heim í annað hvort sæluvímu, svekkt eða alveg sama um hvernig okkar lið stóð sig.Eftir sitjum við íþróttafólkið og aftengjum okkur ekki frá leiknum eða mótinu. Hvert einasta augnablik er skoðað í þaula, til þess að gera betur á morgun. Endurheimt bíður strax eftir leik. Ræktin bíður daginn eftir, oftast snemma um morguninn þar sem vinna eða skóli stoppar ekki þegar við erum að keppa. Eftir vinnu eða skóla er æfing þar sem við greinum hvað er hægt að bæta fyrir næsta leik eða keppni. Við komum heim, borðum og förum að sofa snemma því næsti dagur bíður. Að vera afreksíþróttamaður er að vera 100% í vinnu 24/7 allt árið. Allt snýst um að verða betri í sinni grein. Flest afreksfólk er einnig í skóla eða vinnu til þess að eiga möguleika á að stunda sína íþrótt og mögulega ná að vera fulltrúi Íslands úti í hinum stóra heimi. Sjáið fyrirmyndirnar sem við eigum í afreksfólkinu okkar. Gildi eins og: þrautseigja, auðmýkt, heilindi, samúð, hugrekki, samvinna, gleði og að elska það sem þú gerir og gerðu það bara, er það sem íþróttirnar kenna okkur. Horfum á gildin sem afreksíþróttafólkið kennir börnunum okkar og metum það betur. Styðjum afreksfólkið okkar, innan sem utan vallar.Eins og Andri Stefánsson afreksstjóri ÍSÍ sagði: Þið munuð fá svo ótrúlega mikið til baka.Höfundur er landsliðskona í knattspyrnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08 Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30 Mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class segir mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila. 6. nóvember 2019 11:00 Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum líklega sú íþróttaþjóð sem mest er rætt um í heiminum. Fólk veltir regluglega fyrir sér: Afhverju á Ísland svona mikið af íþróttafólki, í öllum íþróttum? Þetta hafið þið eflaust heyrt oftar en ekki þegar það eru stórmót, keppnir eða jafnvel bara þegar einhver erlendur einstaklingur ræðir við ykkur um Ísland. Við eigum alveg ótrúlegt íþróttafólk og við Íslendingar erum stolt af því. Þegar við sitjum við sjónvarpið eða í stúkunni og hvetjum þau áfram, í bláa litnum okkar sem einkennir okkur íslendingana, þá er eins og við erum sjálf að keppa. Spennan, adrenalínið, gleðin, svekkelsið, reiðin, þetta er allt hlutir sem við upplifum með íþróttafólkinu okkar. Svo þegar öllu er lokið þá slökkvum við á sjónvarpinu, eða röltum heim og ræðum hvernig leikurinn eða mótið gekk og förum heim í annað hvort sæluvímu, svekkt eða alveg sama um hvernig okkar lið stóð sig.Eftir sitjum við íþróttafólkið og aftengjum okkur ekki frá leiknum eða mótinu. Hvert einasta augnablik er skoðað í þaula, til þess að gera betur á morgun. Endurheimt bíður strax eftir leik. Ræktin bíður daginn eftir, oftast snemma um morguninn þar sem vinna eða skóli stoppar ekki þegar við erum að keppa. Eftir vinnu eða skóla er æfing þar sem við greinum hvað er hægt að bæta fyrir næsta leik eða keppni. Við komum heim, borðum og förum að sofa snemma því næsti dagur bíður. Að vera afreksíþróttamaður er að vera 100% í vinnu 24/7 allt árið. Allt snýst um að verða betri í sinni grein. Flest afreksfólk er einnig í skóla eða vinnu til þess að eiga möguleika á að stunda sína íþrótt og mögulega ná að vera fulltrúi Íslands úti í hinum stóra heimi. Sjáið fyrirmyndirnar sem við eigum í afreksfólkinu okkar. Gildi eins og: þrautseigja, auðmýkt, heilindi, samúð, hugrekki, samvinna, gleði og að elska það sem þú gerir og gerðu það bara, er það sem íþróttirnar kenna okkur. Horfum á gildin sem afreksíþróttafólkið kennir börnunum okkar og metum það betur. Styðjum afreksfólkið okkar, innan sem utan vallar.Eins og Andri Stefánsson afreksstjóri ÍSÍ sagði: Þið munuð fá svo ótrúlega mikið til baka.Höfundur er landsliðskona í knattspyrnu.
Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08
Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30
Mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class segir mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila. 6. nóvember 2019 11:00
Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun