Hundruð milljóna til Háskóla Íslands, betri umferð og minni mengun - allt ókeypis! Björn Teitsson skrifar 17. ágúst 2019 10:00 Það bárust mjög ánægjulegar fréttir af Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann skoraði hátt á Shanghai-lista yfir bestu háskóla heims. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að Háskóli Íslands starfar með fjárframlagi ríkis sem er undir meðaltali framlaga ríkja innan OECD til háskólastarfs. Til að viðhalda þeim framúrskarandi árangri sem Háskóli Íslands hefur nú þegar náð, og til að ná enn frekari framförum og betri árangri í vísindastarfi allra deilda, þarf aukið fjármagn. Um þetta eru öll sammála. Hér er því hugmynd, sem gæti hentað Háskóla Íslands og um leið öllum íbúum Reykjavíkur: Hvernig væri ef bílastæðasjóður myndi semja við HÍ um að skólinn fengi allan hagnað af gjaldskyldu bílastæða við skólann, og um leið taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu? Þetta gæti um leið verið gjöf borgarinnar til háskólastarfs. Bókstaflega allir aðilar myndu hagnast gríðarlega ef af yrði. Allar líkur eru á að þannig myndi draga úr akstri nemenda. Þeir færu frekar að nýta sér almenningssamgöngur eða virka ferðamáta (ganga eða hjóla), eða að minnsta kosti samflot (car-pool). Myndi það draga verulega úr bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega þeirri sem streymir í vesturátt á morgnana og í austurátt síðdegis. Þannig gæti Háskóli Íslands haft bein lykiláhrif í því að draga úr útblæstri og mengun á höfuðborgarsvæðinu, til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Tekjurnar gætu numið hundruðum milljóna á hverju ári sem færu þráðbeint í rannsóknarstarf, betri aðstæður nemenda og hærri laun starfsfólks. Þetta er borðleggjandi. Þrennt til að hafa í huga: Fyrir áratug eða svo barðist ein stúdentahreyfing fyrir gjaldtöku á bílastæðum við skólann og hlaut mikið last fyrir meðal nemenda. Í dag er þó annað umhverfi. Bókstaflega. Þótt þetta ætti vitanlega ekki að vera stúdentapólitískt mál væri þó áhugavert að sjá stúdentahreyfingar réttlæta óþarfa mengun, óþarfa akstur og tala gegn því að háskólinn fái nauðsynlegt fjármagn til að bæta aðstæður nemenda. Rétt er að benda á að einkabílanotkun á við þá sem viðgengst meðal nemenda í HÍ og HR er algerlega óþekkt í háskólum okkar samanburðarlanda og þætti hún satt best að segja fáránleg. Það er algerlega óásættanlegt að Háskólinn sitji á öllu þessu dýrmæta landssvæði án þess að hafa af því nokkurn hagnað. Landrýmið sem hvert einasta bílastæði tekur er minnst 12,5 fermetrar og í raun meira með inn-og útkeyrslum. Athugið svi að meðalfermetraverð á leigumarkaði í Vesturbæ Reykjavíkur 2.716 krónur á mánuði á tímabilinu janúar 2018 til ágúst 2019. Að lokum. Fjárframlag ríkisins til Háskóla Íslands á eftir sem áður að ná meðaltali OECD-ríkja og mætti raunar vera enn hærra. Að sjálfsögðu. En hér er í öllu falli gullið tækifæri til að gera háskólann betri, styðja við hann, bæta loftgæði og draga verulega úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að hljóma ágætlega fyrir nemendur, fyrir starfsfólk HÍ og fyrir alla borgarbúa.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar í Þýskalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það bárust mjög ánægjulegar fréttir af Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann skoraði hátt á Shanghai-lista yfir bestu háskóla heims. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að Háskóli Íslands starfar með fjárframlagi ríkis sem er undir meðaltali framlaga ríkja innan OECD til háskólastarfs. Til að viðhalda þeim framúrskarandi árangri sem Háskóli Íslands hefur nú þegar náð, og til að ná enn frekari framförum og betri árangri í vísindastarfi allra deilda, þarf aukið fjármagn. Um þetta eru öll sammála. Hér er því hugmynd, sem gæti hentað Háskóla Íslands og um leið öllum íbúum Reykjavíkur: Hvernig væri ef bílastæðasjóður myndi semja við HÍ um að skólinn fengi allan hagnað af gjaldskyldu bílastæða við skólann, og um leið taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu? Þetta gæti um leið verið gjöf borgarinnar til háskólastarfs. Bókstaflega allir aðilar myndu hagnast gríðarlega ef af yrði. Allar líkur eru á að þannig myndi draga úr akstri nemenda. Þeir færu frekar að nýta sér almenningssamgöngur eða virka ferðamáta (ganga eða hjóla), eða að minnsta kosti samflot (car-pool). Myndi það draga verulega úr bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega þeirri sem streymir í vesturátt á morgnana og í austurátt síðdegis. Þannig gæti Háskóli Íslands haft bein lykiláhrif í því að draga úr útblæstri og mengun á höfuðborgarsvæðinu, til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Tekjurnar gætu numið hundruðum milljóna á hverju ári sem færu þráðbeint í rannsóknarstarf, betri aðstæður nemenda og hærri laun starfsfólks. Þetta er borðleggjandi. Þrennt til að hafa í huga: Fyrir áratug eða svo barðist ein stúdentahreyfing fyrir gjaldtöku á bílastæðum við skólann og hlaut mikið last fyrir meðal nemenda. Í dag er þó annað umhverfi. Bókstaflega. Þótt þetta ætti vitanlega ekki að vera stúdentapólitískt mál væri þó áhugavert að sjá stúdentahreyfingar réttlæta óþarfa mengun, óþarfa akstur og tala gegn því að háskólinn fái nauðsynlegt fjármagn til að bæta aðstæður nemenda. Rétt er að benda á að einkabílanotkun á við þá sem viðgengst meðal nemenda í HÍ og HR er algerlega óþekkt í háskólum okkar samanburðarlanda og þætti hún satt best að segja fáránleg. Það er algerlega óásættanlegt að Háskólinn sitji á öllu þessu dýrmæta landssvæði án þess að hafa af því nokkurn hagnað. Landrýmið sem hvert einasta bílastæði tekur er minnst 12,5 fermetrar og í raun meira með inn-og útkeyrslum. Athugið svi að meðalfermetraverð á leigumarkaði í Vesturbæ Reykjavíkur 2.716 krónur á mánuði á tímabilinu janúar 2018 til ágúst 2019. Að lokum. Fjárframlag ríkisins til Háskóla Íslands á eftir sem áður að ná meðaltali OECD-ríkja og mætti raunar vera enn hærra. Að sjálfsögðu. En hér er í öllu falli gullið tækifæri til að gera háskólann betri, styðja við hann, bæta loftgæði og draga verulega úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að hljóma ágætlega fyrir nemendur, fyrir starfsfólk HÍ og fyrir alla borgarbúa.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar í Þýskalandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun