Erlent

Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan skaut árásarmanninn til bana.
Lögreglan skaut árásarmanninn til bana. Vísir/Getty
Fimm eru látnir og 21 særður eftir skotárás á svæði milli borganna Odessa og Midland í Texasríki Bandaríkjanna í kvöld. Talið er að einn árásarmaður hafi verið að verki sem skaut handahófskennt á fólk á meðan hann ók um.

Lögreglan sagðist hafa skotið árásarmanninn til bana skömmu eftir að tilkynningin barst um skotárásina. Talið var að árásarmennirnir hafi verið tveir en lögreglan segist enn rannsaka þá tilgátu en hins vegar sé gengið út frá því að aðeins hafi verið einn að verki. Fjölmiðlar vestanhafs segja árásarmanninn vera hvítan karl á þrítugsaldri. 

Tilkynningar bárust um árásarmann sem skaut úr Toyota-jeppa og síðar úr sendibifreið frá bandarísku póstþjónustunni. Er talið að árásarmaðurinn hafi stolið sendibifreiðinni á meðan árásinni stóð og haldið för sinni áfram.

Þessi skotárás átti sér stað fjórum vikum eftir að árásarmaður skaut 22 til bana og særði 24 í borginni El Paso í Texas. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×