Baulað á heimaliðið í opnunarleik NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 11:30 Adrian Amos, varnarmaður Green Bay Packers, er hér búinn að stela sendingu og nánast tryggja sigur síns liðs á móti Chicago Bears í nótt. Getty/Jonathan Daniel Green Bay Packers hafði betur á móti Chicago Bears í opnunarleik NFL-tímabilsins á Soldier Field í Chicago í nótt en hundraðasta tímabil ameríska fótboltans hófst með leik á milli fornfrægustu félaga deildarinnar. Green Bay Packers sýndi styrk sinn og þá sérstaklega í vörninni í 10-3 sigri en leikmenn heimaliðsins í Chicago Bears komust lítið áfram gegn Packers vörninni. Svo illa leit sóknarleikur Chicago Bears út í þessum leik að áhorfendur í Chicago bauluðu hátt á leikmenn sína eftir hverja vonbrigðasóknina á fætur annarri. 3 stig á heimavelli í leik þegar liðinu var spáð sigri er eitthvað sem fólkið í Chicago sætti sig alls ekki við.Former Bear Adrian Amos comes up with the end zone interception! @_SmashAmos31#GoPackGo : NBC : NFL App // Yahoo Sports // https://t.co/VF2AxoC5r2pic.twitter.com/ssUdV434LZ — NFL (@NFL) September 6, 2019 Mitchell Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, leit ekki vel út í þessum leik og margir kenndu því um að hann spilaði aðeins þrjár sóknir á öllu undirbúningstímabilinu. Hann sjálfur þvertók hins vegar fyrir það í viðtölum eftir leikinn. Aðeins 26 af 45 sendingar Mitchell Trubisky heppnuðust í leiknum og sendingar hans fóru aðeins 228 jarda. Trubisky kastaði boltanum líka frá sér þegar hann reyndi að troða honum á mann í vonlausri stöðu. Gamla brýnið Jimmy Graham skoraði eina snertimark leiksins í öðrum leikhluta eftir leiftursókn og flotta sendingu í boði Aaron Rodgers. Þessi sókn var frábær en annars var lítið að frétta í sóknarleik liðanna nær allan leikinn.FINAL: The @packers WIN the #NFL100 season opener! #GoPackGo (by @Lexus) pic.twitter.com/GulV1W92mC — NFL (@NFL) September 6, 2019 NFL deildin heldur áfram á sunnudaginn og þá verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Sá fyrri er leikur Jacksonville Jaguars og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 17.00 en sá síðari er leikur Dallas Cowboys og New York Giants sem hefst klukkan 20.20. Bandaríkin NFL Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Green Bay Packers hafði betur á móti Chicago Bears í opnunarleik NFL-tímabilsins á Soldier Field í Chicago í nótt en hundraðasta tímabil ameríska fótboltans hófst með leik á milli fornfrægustu félaga deildarinnar. Green Bay Packers sýndi styrk sinn og þá sérstaklega í vörninni í 10-3 sigri en leikmenn heimaliðsins í Chicago Bears komust lítið áfram gegn Packers vörninni. Svo illa leit sóknarleikur Chicago Bears út í þessum leik að áhorfendur í Chicago bauluðu hátt á leikmenn sína eftir hverja vonbrigðasóknina á fætur annarri. 3 stig á heimavelli í leik þegar liðinu var spáð sigri er eitthvað sem fólkið í Chicago sætti sig alls ekki við.Former Bear Adrian Amos comes up with the end zone interception! @_SmashAmos31#GoPackGo : NBC : NFL App // Yahoo Sports // https://t.co/VF2AxoC5r2pic.twitter.com/ssUdV434LZ — NFL (@NFL) September 6, 2019 Mitchell Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, leit ekki vel út í þessum leik og margir kenndu því um að hann spilaði aðeins þrjár sóknir á öllu undirbúningstímabilinu. Hann sjálfur þvertók hins vegar fyrir það í viðtölum eftir leikinn. Aðeins 26 af 45 sendingar Mitchell Trubisky heppnuðust í leiknum og sendingar hans fóru aðeins 228 jarda. Trubisky kastaði boltanum líka frá sér þegar hann reyndi að troða honum á mann í vonlausri stöðu. Gamla brýnið Jimmy Graham skoraði eina snertimark leiksins í öðrum leikhluta eftir leiftursókn og flotta sendingu í boði Aaron Rodgers. Þessi sókn var frábær en annars var lítið að frétta í sóknarleik liðanna nær allan leikinn.FINAL: The @packers WIN the #NFL100 season opener! #GoPackGo (by @Lexus) pic.twitter.com/GulV1W92mC — NFL (@NFL) September 6, 2019 NFL deildin heldur áfram á sunnudaginn og þá verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Sá fyrri er leikur Jacksonville Jaguars og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 17.00 en sá síðari er leikur Dallas Cowboys og New York Giants sem hefst klukkan 20.20.
Bandaríkin NFL Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira