Körfubolti

Borås þurfti framlengingu gegn botnliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Mynd/KKÍ

Elvar Már Friðriksson og félagar í Borås unnu Djurgården í framlengdum leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Djurgården hafði verið meira með undirtökin í leiknum en náði þó ekki að hrista gestina alveg af sér og var lokafjórðungur leiksins æsispennandi.

Í framlengingunni voru það gestirnir í Borås sem skoruðu fyrsta stigið og náðu þeir að knýja fram 92-95 sigur.

Elvar Már átti góðan leik, skoraði 12 stig, tók sex fráköst og gaf níu stoðsendingar auk þess að stela einum bolta.

Borås situr á toppi deildarinnar en Djurgarden er í botnsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×