Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklega Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 11:26 Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. AP/Eduardo Munoz Alvarez Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segir þungvopnaða árásarmenn sem skutu fjóra til bana í borginni í gær, hafa sérstaklega valið að ráðast á verslun gyðinga. Hann fór þó ekki nánar út í þá staðhæfingu og sagði ekki hvort árásin sneri að gyðingahatri. Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. Árásin er ekki talin tengjast hryðjuverkastarfsemi. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli, samkvæmt New York Times. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl.Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir skotbardagann voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Annað hvort starfsmenn eða viðskiptavinir. Lögreglan sagði í fyrstu að talið væri að mennirnir hefðu valið verslunina af handahófi. Lögreglan segir allar líkur á því að almennu borgararnir í versluninni hafi ekki verið skotnir af lögreglu. Þeir hafi verið skotnir af árásarmönnunum þegar þeir ruddust inn í verslunina. Ekki er búið að opinbera nöfn árásarmannanna né annarra sem dóu þar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við rabbína í bænahúsi sem er við hlið verslunarinnar. Hann sagði eiganda hennar hafa nánast verið að labba þar út þegar mennirnir ruddust inn. Eiginkona hans hafi þó verið þar enn. Eftir að mennirnir voru felldir fann lögreglan einhvers konar sprengju í bílnum sem þeir höfðu stolið.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum í gær. #JerseyCity @FoxNews NEW DRAMATIC FOOTAGE FROM JERSEY CITY pic.twitter.com/PaaZUoJbaC— samy (@blobzy91) December 10, 2019 #BREAKING UPDATE:Swat team preparing to enter. 3 police officers injured. And 2 civilian injured. Suspect got shot, but still shooting. New Jersey. Jersey city. #jerseycity pic.twitter.com/h3p7NXIRCK— News flash (@BRNewsFlash) December 10, 2019 More amateur video at scene of shooting at New Jersey kosher grocery store. pic.twitter.com/m0JLaRb6ZO— Reagan Battalion (@ReaganBattalion) December 10, 2019 In New Jersey City, two men in the middle of the street suddenly open fire on police and passers-by. The attackers barricade themselves, the police operation continues pic.twitter.com/6cDzvVmAzE— Ali Özkök (@Ozkok_A) December 10, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segir þungvopnaða árásarmenn sem skutu fjóra til bana í borginni í gær, hafa sérstaklega valið að ráðast á verslun gyðinga. Hann fór þó ekki nánar út í þá staðhæfingu og sagði ekki hvort árásin sneri að gyðingahatri. Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. Árásin er ekki talin tengjast hryðjuverkastarfsemi. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli, samkvæmt New York Times. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl.Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir skotbardagann voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Annað hvort starfsmenn eða viðskiptavinir. Lögreglan sagði í fyrstu að talið væri að mennirnir hefðu valið verslunina af handahófi. Lögreglan segir allar líkur á því að almennu borgararnir í versluninni hafi ekki verið skotnir af lögreglu. Þeir hafi verið skotnir af árásarmönnunum þegar þeir ruddust inn í verslunina. Ekki er búið að opinbera nöfn árásarmannanna né annarra sem dóu þar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við rabbína í bænahúsi sem er við hlið verslunarinnar. Hann sagði eiganda hennar hafa nánast verið að labba þar út þegar mennirnir ruddust inn. Eiginkona hans hafi þó verið þar enn. Eftir að mennirnir voru felldir fann lögreglan einhvers konar sprengju í bílnum sem þeir höfðu stolið.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum í gær. #JerseyCity @FoxNews NEW DRAMATIC FOOTAGE FROM JERSEY CITY pic.twitter.com/PaaZUoJbaC— samy (@blobzy91) December 10, 2019 #BREAKING UPDATE:Swat team preparing to enter. 3 police officers injured. And 2 civilian injured. Suspect got shot, but still shooting. New Jersey. Jersey city. #jerseycity pic.twitter.com/h3p7NXIRCK— News flash (@BRNewsFlash) December 10, 2019 More amateur video at scene of shooting at New Jersey kosher grocery store. pic.twitter.com/m0JLaRb6ZO— Reagan Battalion (@ReaganBattalion) December 10, 2019 In New Jersey City, two men in the middle of the street suddenly open fire on police and passers-by. The attackers barricade themselves, the police operation continues pic.twitter.com/6cDzvVmAzE— Ali Özkök (@Ozkok_A) December 10, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05