Körfubolti

David Stern berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir heilablæðingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Stern afhendir hér Michael Jordan einn af sex meistarahringum Air Highness.
David Stern afhendir hér Michael Jordan einn af sex meistarahringum Air Highness. Vísir/Getty

David Stern, fyrrum yfirmaður NBA-deildarinnar í þrjátíu ár, liggur nú á sjúkrahúsi og berst fyrir lífi sínu eftir að hafa veikst skyndilega á veitingahúsi í New York í gær.NBA deildin gaf það út að mein David Stern sé heilablæðing og hann hafi gengst undir skurðaðgerð í gær.

Viðbragðsaðilar í New York fengu símtal í 911 rétt fyrir tvö í gærdag. Slökkviliðið var fyrst á vettvang á þessum veitingastað í Midtown Manhattan og flutti hinn 77 ára gamla David Stern á Mount Sinai West sjúkrahúsið.Bandarískir miðlar sögðu frá atvikinu en vissu ekki um ástand hans að svo stöddu.David Stern var yfirmaður NBA-deildarinnar í 30 ár frá 1984 til 2014 en á þeim tíma varð NBA-deildin að því stórveldi á heimsvísu sem hún er í dag.Í stjórnartíð Stern fjölgaði liðum deildarinnar um sjö og sex önnur fluttu sig á milli borga. Tekjur NBA frá sjónvarpssamningum fjörtíufaldaðist á tíma Stern frá því að vera 250 þúsund Bandaríkjadalir árið 1984 í það að vera meira en fimm milljónir dollara þremur áratugum síðar.

Virði félaganna í deildinni tóku í framhaldinu gríðarlegt stökk á þessum tíma.Stern sá líka mikil sóknarfæri í því að NBA styrkti stöðu sína á heimsvísu og útbreiðslustarf deildarinnar í hans tíð þýddi miklar vinsældir NBA-deildarinnar út um allan heim.David Stern varð tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans árið 2014.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.