Körfubolti

Yfirlýsing frá Tindastóli: Trúum ekki að okkar leikmaður svindli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik hjá Tindastóli í vetur.
Úr leik hjá Tindastóli í vetur. vísir/daníel þór

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu en KKÍ skoðar nú leik liðsins gegn ÍR í gær þar sem grunur er um veðmálasvindl.

Stjórn Tindastóls segist líta málið alvarlegum augum og segist hún treysta KKÍ. Stólarnir segjast ætla að aðstoða sambandið á allan hátt og óska eftir að rannsóknin verði víðtæk og öflug.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Tindastóls:

Stjórn körfuknattleiksdeild Tindastóls harmar þær fréttir sem eru að berast um meint veðmálasvindl i tengslum við leik Tindastóls og ÍR í Dominosdeild karla í gærkveldi. Lítur stjórnin málið alvarlegum augum, enda á veðmálasvindl ekkert erindi við okkar íþrótt.

Treystum við KKÍ og munum við aðstoða þau að öllum mætti við rannsóķn málsins og vonumst við til að rannsókn málsins verði víðtæk og öflug, og leiði sannleikann í ljós sem allra fyrst. Að því sögðu frábiðjum við okkur að leikmenn Tindastóls erlendir sem innlendir taki þátt í nokkurs konar veðmálasvindli. Við höfum enga trú á að leikmaður Tindastóls hafi á nokkurn hátt tekið þátt í nokkurs konar svindli.

F.h Stjórnar kkd Tindastóls
Ingólfur Jón Geirsson formaður


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.