Sport

Jóhanna Elín gerði vel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir gerði flotta hluti í lauginni í dag.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir gerði flotta hluti í lauginni í dag. vísir/getty
Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í 25-metra laug sem fer fram í Glasgow í Skotlandi um þessar mundir.Kristinn Þórarinsson hafnaði í 47. sæti í 50 metra baksundi en hann synti á 24,92 sekúndum. Besti tími Kristins er 24,27 sekúndur.Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti á 25,64 sekúndum í 50 metra baksundi en hún endaði í 41. sæti. Jóhönnu Elín Guðmundsdóttur keppti í skriðsundi en hún synti á 24,37 sekúndum og hafnaði í 33. sæti.Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti á 25,65 sekúndum í baksundinu og hafnaði í 42. sæti en enginn Íslendinganna komst áfram í undanúrslitin.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.