Sport

Jóhanna Elín gerði vel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir gerði flotta hluti í lauginni í dag.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir gerði flotta hluti í lauginni í dag. vísir/getty

Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í 25-metra laug sem fer fram í Glasgow í Skotlandi um þessar mundir.

Kristinn Þórarinsson hafnaði í 47. sæti í 50 metra baksundi en hann synti á 24,92 sekúndum. Besti tími Kristins er 24,27 sekúndur.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti á 25,64 sekúndum í 50 metra baksundi en hún endaði í 41. sæti. Jóhönnu Elín Guðmundsdóttur keppti í skriðsundi en hún synti á 24,37 sekúndum og hafnaði í 33. sæti.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti á 25,65 sekúndum í baksundinu og hafnaði í 42. sæti en enginn Íslendinganna komst áfram í undanúrslitin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.