Körfubolti

Kristófer með nýrnabilun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristófer hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR.
Kristófer hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. vísir/daníel

Kristófer Acox, leikmaður Íslandsmeistara KR í körfubolta, var lagður inn á spítala í síðustu viku vegna nýrnabilunar. Kristófer greindi frá þessu í samtali við DV.„Þetta eru mjög erfið veikindi, ég hef verið í rannsóknum og meðferðum eftir að ég byrjaði að finna fyrir þessu fyrir nokkrum vikum síðan. Í síðustu viku blossaði þetta síðan upp,“ sagði Kristófer. Búið er að útskrifa hann af spítalanum og hann er á batavegi.Kristófer missti af leik KR og Grindavíkur í Geysisbikar karla á föstudaginn vegna veikindanna.Ekki liggur fyrir hvenær hann getur snúið aftur á völlinn.„Númer eitt tvö og þrjú er að bjarga nýranu og komast aftur á bataveg. Það voru framkvæmd inngrip á spítalanum til að hlífa nýranu og hjálpa því að jafna sig,“ sagði Kristófer.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.