Körfubolti

Kristófer með nýrnabilun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristófer hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR.
Kristófer hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. vísir/daníel

Kristófer Acox, leikmaður Íslandsmeistara KR í körfubolta, var lagður inn á spítala í síðustu viku vegna nýrnabilunar. Kristófer greindi frá þessu í samtali við DV.

„Þetta eru mjög erfið veikindi, ég hef verið í rannsóknum og meðferðum eftir að ég byrjaði að finna fyrir þessu fyrir nokkrum vikum síðan. Í síðustu viku blossaði þetta síðan upp,“ sagði Kristófer. Búið er að útskrifa hann af spítalanum og hann er á batavegi.

Kristófer missti af leik KR og Grindavíkur í Geysisbikar karla á föstudaginn vegna veikindanna.

Ekki liggur fyrir hvenær hann getur snúið aftur á völlinn.

„Númer eitt tvö og þrjú er að bjarga nýranu og komast aftur á bataveg. Það voru framkvæmd inngrip á spítalanum til að hlífa nýranu og hjálpa því að jafna sig,“ sagði Kristófer.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.